Erlent

Hættir ekki út af Brown

Ruth Kelly og Gordon Brown á landsþingi breska Verkamannaflokksins sem haldið var síðustu helgi.
Ruth Kelly og Gordon Brown á landsþingi breska Verkamannaflokksins sem haldið var síðustu helgi. MYND/AFP

Ruth Kelly sem tilkynnti í morgun að hún hyggst láta af embætti fjármálaráðherra í ríkisstjórn Bretlands gerir það ekki vegna samskiptaörðugleika eða ósættis við Gordon Brown, forsætisráðherra og formann Verkamannaflokksins.

Sjálfur segir Brown að hann virði ákvörðun Kelly og hann segist ekki eiga von á því að fleiri fylgi í kjölfarið og tilkynni um afsögn sína.

Kelly hefur haft miklar efasemdir um embættisfærslu Brown en talið er að ein af ástæðum fyrir brotthvarfi hennar sé neikvæð afstaða hennar gagnvart frumvarpi um stofnfrumurannsóknir sem breska stjórnin er hlynnt. Kelly er kaþólsk og hefur að auki verið tengd við strangtrúuðu kaþólsku samtökin Opus Dei sem komu við sögu í skáldsögunni Da Vinci-lykillinn eftir Dan Brown.

Meginástæðan mun þó vera sú að hún hyggst setja fjölskylduna í forgang og draga sig út úr stjórnmálum. Kelly er fjögurra barna móðir en börnin öll yngri en 11 ára.




Tengdar fréttir

Ruth Kelly segir af sér

Breski samgönguráðherrann Ruth Kelly hefur sagt af sér og lætur af embætti sínu í næstu viku. Heimildir breska blaðsins Telegraph herma að afsögn Kelly sé af persónulegum ástæðum en ekki vegna ágreinings við Gordon Brown forsætisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×