Erlent

Ruth Kelly segir af sér

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Thisislondon.co.uk

Breski samgönguráðherrann Ruth Kelly hefur sagt af sér og lætur af embætti sínu í næstu viku. Heimildir breska blaðsins Telegraph herma að afsögn Kelly sé af persónulegum ástæðum en ekki vegna ágreinings við Gordon Brown forsætisráðherra.

Heimildir breska blaðsins Telegraph herma að afsögn Kelly sé af persónulegum ástæðum en ekki vegna ágreinings við Gordon Brown forsætisráðherra.

Þó er vitað að Kelly hefur miklar efasemdir um embættisfærslu Brown en helsta ástæða brotthvarfs hennar er að öllum líkindum neikvæð afstaða hennar gagnvart frumvarpi um stofnfrumurannsóknir sem breska stjórnin er hlynnt. Kelly er kaþólsk og hefur að auki verið tengd við strangtrúuðu kaþólsku samtökin Opus Dei sem komu við sögu í skáldsögunni Da Vinci-lykillinn eftir Dan Brown.

Hún er reyndar ekki ein á báti í afstöðu sinni gegn stofnfrumufrumvarpinu því Keith O'Brien kardínáli í Skotlandi hefur nýtt myndskeiðavefinn YouTube til að vara við frumvarpinu og því að búa til frumublendinga manna og dýra. Mikill styr varð í breska þinginu í júlí þegar Kelly fékk sérstakt leyfi til að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um frumvarpið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×