Sport

Gay verður klár í slaginn

Tyson Gay eftir að hann meiddist í síðasta mánuði.
Tyson Gay eftir að hann meiddist í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images

Tyson Gay segir að allar vangaveltur um líkamlegt form hans fyrir keppni í 100 m hlaupi á Ólympíuleikunum séu úr lausu lofti gripnar.

Hann tognaði á lærvöðva á bandaríska úrtökumótinu í síðasta mánuði en hann segir það ekki há sér.

„Þegar ég stilli mér upp við ráslínuna í Peking verð ég klár í slaginn. Þið þurfið ekki að hafa neinar áhyggjur af því," sagði Gay.

Búist er við einhverri mest spennandi keppni í 100 metra hlaupinu í áraraðir en þeir Gay og Jamaíkumennirnir Usain Bolt og Asafa Powell munu berjast um gullið.

Bolt tók heimsmetið af Powell í lok maí síðastliðnum er hann hljóp á 9,74 sekúndum. Gay hefur aldrei verið handhafi heimsmetsins en hann er núverandi heimsmeistari í bæði 100 og 200 metra hlaupum.

Bandaríski 200 metra hlauparinn Wallace Spearmon telur að þeir geti allir hlaupið undir 9,7 sekúndum.

„Fjórir hlauparar hlupu undir 9,9 sekúndum í Aþenu en það gæti kannski bara dugað í sjötta sætið í Peking."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×