Handbolti

Stórt tap hjá Haukum - Sigur hjá FCK

Mynd/Birkir Baldvinsson

Haukar töpuðu í dag 26-15 fyrir úkraínska liðinu ZTR Zaporozhye í F-riðli Meistaradeildarinnar í handbolta. Heimamenn höfðu yfir 12-8 í hálfleik. Flensburg og Veszprém hafa 6 stig á toppi riðilsins og eiga leik til góða, Haukar hafa 4 stig og Zaporozhye 2.

Arnór Atlason skoraði 5 mörk fyrir FCK í Kaupmannahöfn og Guðlaugur Arnarsson 1 þegar liðið burstaði Rauðu Stjörnuna frá Serbíu 38-22 eftir að hafa verið yfir 17-12 í hálfleik.

Hamburg er á toppi E-riðilsins með 8 stig en FCK í öðru með 6 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×