Íslendingar sjálfum sér verstir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2008 18:59 Ólafur Stefánsson fann sig engan veginn í dag. Nordic Photos / AFP Svíþjóð fór illa með íslenska handboltalandsliðið á EM í Noregi í kvöld og vann fimm marka sigur, 24-19. Staðan í hálfleik var 11-9 fyrir Svía og er ekki hægt að segja annað en að íslensku strákarnir hafi verið sjálfum sér verstir í leiknum. Íslenska vörnin var mjög góð í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn náði sér aldrei á strik. Ísland var talið vera með eitt besta sóknarliðið á EM en eins og úrslit leiksins bera með sér var það langt í frá tilfellið í kvöld. Segja má að frammistaða tveggja leikmanna hafi skipt mestu máli. Tomas Svensson fór á kostum í marki Svía og Ólafur Stefánsson fann sig engan veginn í leiknum. Besti maður íslenska liðsins var Sigfús Sigurðsson en hann sýndi frábæra takta í vörninni í fyrri hálfleik. Þá átti Birkir Ívar einnig fínan leik. Aðrir leikmenn náðu sér afar illa á strik. Hornamennirnir voru bara ekki hafðir með í sókninni, vinstri vængurinn var lamaður og svo gekk afar illa að finna Róbert á línunni. Strákarnir okkar geta fyrst og fremst sjálfum sér um kennt en það verður þó að taka fram að þar að auki lukkudísirnar voru svo sannarlega ekki á bandi íslenska liðsins. Svíar náðu mest tíu marka forystu í leiknum, í stöðunni 23-13. Ísland skoraði ekki mark á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Tölfræði leiksins: Ísland - Svíþjóð 19-24 (9-11) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 4/2 (7/2) Ólafur Stefánsson 4/1 (7/2) Logi Geirsson 3 (8) Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (3) Róbert Gunnarsson 2 (4) Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (7/2) Alexander Petersson 1 (1) Einar Hólmgeirsson 1 (7) Vignir Svavarsson 0 (1) Jaliesky Garcia 0 (2)Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (29/5, 31%, 45 mín) Hreiðar Guðmundsson 5 (8, 63%, 15 mín)Vítanýting: Skorað úr 4 af 6.Fiskuð víti: Róbert 2, Logi 1, Ásgeir Örn 1, Ólafur 1 og Einar 1.Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 (Guðjón Valur 2, Logi 1, Ásgeir Örn 1, Alexander 1, Róbert 1).Skotnýting: 40%, Skorað úr 19 af 47 skotum. Utan vallar: 4 mínútur (Ásgeir 1 og Guðjón Valur 1). Markahæstir hjá Svíþjóð: Kim Andersson 7/2 (12/3) Dalibor Doder 4Varin skot: Tomas Svensson 18 (34/1, 53%) Dan Beutler 2/2 (5/5, 40%)Vítanýting: Skorað úr 3 af 5.Mörk úr hraðaupphlaupum: 4. Utan vallar: 14 mínútur. Textalýsing: 20.30 Ísland - Svíþjóð 11-18 Síðari hálfleikur hefur byrjað skelfilega og hefur íslenska liðið ekki skorað í tæpar tíu mínútur en rúmur stundarfjórðungur er eftur af leiknum. 20.03 Ísland - Svíþjóð 9-11, hálfleikur Það ótrúlega hefur gerst. Vörnin hefur náð saman og haldið gríðarlega vel gegn sænsku sókninni en íslensku strákarnir eru langt frá sínu besta í sókninni. Greinilegt er að Tomas Svensson markvörður er með sóknarmenn íslenska liðsins í vasanum en hann varði níu skot í fyrri hálfleik, mörg hver úr dauðafærum. Sem betur fer eru sænsku sóknarmennirnir litlu skárri en Birkir Ívar hefur varið fimm skot í fyrri hálfleik. Vinstri vængurinn hefur verið algjörlega lamaður og hvorki Logi né Garcia náð sér á strik. Hannes Jón Jónsson gæti reyndar komið inn í þá stöðu í síðari hálfleik og ef hann nær að framkalla sömu frammistöðu og gegn Tékkum á mánudaginn horfir til betri vegar í þeim efnum.Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Guðjón Valur Sigurðsson 2 Róbert Gunnarsson 2 Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Einar Hólmgeirsson 1 Ólafur Stefánsson 1/1 19.48 Ísland - Svíþjóð 6-8 Alfreð tekur leikhlé og segir strákunum að þeir eigi að spila hraðar og að leikurinn sé í þeirra höndum. Þeir sjálfir geri sér lífið leitt. Svíar hafa haft undirtökin í leiknum síðan í upphafi en íslenska vörnin hefur staðið vaktina ágætlega á meðan að sóknarleikurinn mætti vera betri. 19.45 Ísland - Svíþjóð 5-7 Leikurinn hefur verið kaflaskiptur en liðin hafa skipst á að skora 2-3 mörk í röð. 19.28 Ísland - Svíþjóð 1-1 Snorri Steinn skorar fyrsta markið í leiknum úr víti en Andersson svarar í næstu sókn, einnig úr víti. Birkir Ívar byrjar í markinu og varði fyrstu tvö skotin sem komu á hann. Ísland byrjar á 5-1 vörn með Guðjón Val fremstan. Frá vinstri eru þeir Ólafur, Ásgeir, Sigfús, Róbert og Snorri. Sigfús skipti svo út fyrir Loga sem kom inn í stöðu vinstri skyttu. 19.17 Nú er nýbúið að spila íslenska þjóðsönginn og tóku leikmenn og áhorfendur gríðarlega vel undir. Greinilegt er að leikmenn eru ánægðir með þann fjölda íslenska áhorfenda sem eru mættir á leikinn og má sjá á þeim að þeir eru tilbúnir í þennan slag. 19.02 Nú nálgast stóra stundin. Aðeins tæpur stundarfjórðungur í stórleik Íslands og Svíþjóðar á EM í Noregi. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um leiki liðanna hingað til en hafa ber í huga að Ísland hefur ekki unnið Svíþjóð á stórmóti í handbolta í 44 ár. Íslendingar slógu hins vegar Svía út í forkeppni HM 2007 sem gramdist Svíum mjög. EM í Noregi er fyrsta stórmót Svía í þrjú ár. Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 Birkir Ívar Guðmundsson 16 Hreiðar GuðmundssonAðrir leikmenn: 2 Vignir Svavarsson 3 Logi Geirsson 5 Sigfús Sigurðsson 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson 9 Guðjón Valur Sigurðsson 10 Snorri Steinn Guðjónsson 11 Ólafur Stefánsson 13 Einar Hólmgeirsson 15 Alexander Petersson 18 Róbert Gunnarsson 19 Jaliesky Garcia 25 Hannes Jón Jónsson Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira
Svíþjóð fór illa með íslenska handboltalandsliðið á EM í Noregi í kvöld og vann fimm marka sigur, 24-19. Staðan í hálfleik var 11-9 fyrir Svía og er ekki hægt að segja annað en að íslensku strákarnir hafi verið sjálfum sér verstir í leiknum. Íslenska vörnin var mjög góð í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn náði sér aldrei á strik. Ísland var talið vera með eitt besta sóknarliðið á EM en eins og úrslit leiksins bera með sér var það langt í frá tilfellið í kvöld. Segja má að frammistaða tveggja leikmanna hafi skipt mestu máli. Tomas Svensson fór á kostum í marki Svía og Ólafur Stefánsson fann sig engan veginn í leiknum. Besti maður íslenska liðsins var Sigfús Sigurðsson en hann sýndi frábæra takta í vörninni í fyrri hálfleik. Þá átti Birkir Ívar einnig fínan leik. Aðrir leikmenn náðu sér afar illa á strik. Hornamennirnir voru bara ekki hafðir með í sókninni, vinstri vængurinn var lamaður og svo gekk afar illa að finna Róbert á línunni. Strákarnir okkar geta fyrst og fremst sjálfum sér um kennt en það verður þó að taka fram að þar að auki lukkudísirnar voru svo sannarlega ekki á bandi íslenska liðsins. Svíar náðu mest tíu marka forystu í leiknum, í stöðunni 23-13. Ísland skoraði ekki mark á tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Tölfræði leiksins: Ísland - Svíþjóð 19-24 (9-11) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 4/2 (7/2) Ólafur Stefánsson 4/1 (7/2) Logi Geirsson 3 (8) Ásgeir Örn Hallgrímsson 2 (3) Róbert Gunnarsson 2 (4) Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 (7/2) Alexander Petersson 1 (1) Einar Hólmgeirsson 1 (7) Vignir Svavarsson 0 (1) Jaliesky Garcia 0 (2)Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 9 (29/5, 31%, 45 mín) Hreiðar Guðmundsson 5 (8, 63%, 15 mín)Vítanýting: Skorað úr 4 af 6.Fiskuð víti: Róbert 2, Logi 1, Ásgeir Örn 1, Ólafur 1 og Einar 1.Mörk úr hraðaupphlaupum: 6 (Guðjón Valur 2, Logi 1, Ásgeir Örn 1, Alexander 1, Róbert 1).Skotnýting: 40%, Skorað úr 19 af 47 skotum. Utan vallar: 4 mínútur (Ásgeir 1 og Guðjón Valur 1). Markahæstir hjá Svíþjóð: Kim Andersson 7/2 (12/3) Dalibor Doder 4Varin skot: Tomas Svensson 18 (34/1, 53%) Dan Beutler 2/2 (5/5, 40%)Vítanýting: Skorað úr 3 af 5.Mörk úr hraðaupphlaupum: 4. Utan vallar: 14 mínútur. Textalýsing: 20.30 Ísland - Svíþjóð 11-18 Síðari hálfleikur hefur byrjað skelfilega og hefur íslenska liðið ekki skorað í tæpar tíu mínútur en rúmur stundarfjórðungur er eftur af leiknum. 20.03 Ísland - Svíþjóð 9-11, hálfleikur Það ótrúlega hefur gerst. Vörnin hefur náð saman og haldið gríðarlega vel gegn sænsku sókninni en íslensku strákarnir eru langt frá sínu besta í sókninni. Greinilegt er að Tomas Svensson markvörður er með sóknarmenn íslenska liðsins í vasanum en hann varði níu skot í fyrri hálfleik, mörg hver úr dauðafærum. Sem betur fer eru sænsku sóknarmennirnir litlu skárri en Birkir Ívar hefur varið fimm skot í fyrri hálfleik. Vinstri vængurinn hefur verið algjörlega lamaður og hvorki Logi né Garcia náð sér á strik. Hannes Jón Jónsson gæti reyndar komið inn í þá stöðu í síðari hálfleik og ef hann nær að framkalla sömu frammistöðu og gegn Tékkum á mánudaginn horfir til betri vegar í þeim efnum.Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Guðjón Valur Sigurðsson 2 Róbert Gunnarsson 2 Snorri Steinn Guðjónsson 2/1 Ásgeir Örn Hallgrímsson 1 Einar Hólmgeirsson 1 Ólafur Stefánsson 1/1 19.48 Ísland - Svíþjóð 6-8 Alfreð tekur leikhlé og segir strákunum að þeir eigi að spila hraðar og að leikurinn sé í þeirra höndum. Þeir sjálfir geri sér lífið leitt. Svíar hafa haft undirtökin í leiknum síðan í upphafi en íslenska vörnin hefur staðið vaktina ágætlega á meðan að sóknarleikurinn mætti vera betri. 19.45 Ísland - Svíþjóð 5-7 Leikurinn hefur verið kaflaskiptur en liðin hafa skipst á að skora 2-3 mörk í röð. 19.28 Ísland - Svíþjóð 1-1 Snorri Steinn skorar fyrsta markið í leiknum úr víti en Andersson svarar í næstu sókn, einnig úr víti. Birkir Ívar byrjar í markinu og varði fyrstu tvö skotin sem komu á hann. Ísland byrjar á 5-1 vörn með Guðjón Val fremstan. Frá vinstri eru þeir Ólafur, Ásgeir, Sigfús, Róbert og Snorri. Sigfús skipti svo út fyrir Loga sem kom inn í stöðu vinstri skyttu. 19.17 Nú er nýbúið að spila íslenska þjóðsönginn og tóku leikmenn og áhorfendur gríðarlega vel undir. Greinilegt er að leikmenn eru ánægðir með þann fjölda íslenska áhorfenda sem eru mættir á leikinn og má sjá á þeim að þeir eru tilbúnir í þennan slag. 19.02 Nú nálgast stóra stundin. Aðeins tæpur stundarfjórðungur í stórleik Íslands og Svíþjóðar á EM í Noregi. Það þarf ekki að fjölyrða mikið um leiki liðanna hingað til en hafa ber í huga að Ísland hefur ekki unnið Svíþjóð á stórmóti í handbolta í 44 ár. Íslendingar slógu hins vegar Svía út í forkeppni HM 2007 sem gramdist Svíum mjög. EM í Noregi er fyrsta stórmót Svía í þrjú ár. Íslenski hópurinn: Markverðir: 12 Birkir Ívar Guðmundsson 16 Hreiðar GuðmundssonAðrir leikmenn: 2 Vignir Svavarsson 3 Logi Geirsson 5 Sigfús Sigurðsson 6 Ásgeir Örn Hallgrímsson 9 Guðjón Valur Sigurðsson 10 Snorri Steinn Guðjónsson 11 Ólafur Stefánsson 13 Einar Hólmgeirsson 15 Alexander Petersson 18 Róbert Gunnarsson 19 Jaliesky Garcia 25 Hannes Jón Jónsson
Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Sjá meira