Hamar hefur aldrei unnið Hauka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2008 16:30 Kristrún Sigurjónsdóttir, leikmaður Hauka. Það verður barist um toppsætið í Iceland Express deild kvenna þegar spútniklið Hamars sækir heitasta lið deildarinnar heim á Ásvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa unnið 5 af 6 leikjum sínum en á sama tíma og Hamar tapaði sínum fyrsta leik í síðasta leik þá vann Haukaliðið sinn fjórða leik í röð. Hamar þarf að endurskrifa sögu félagsins ætli liðið að vera áfram í toppsætinu eftir leikinn í kvöld því kvennalið Hamars hefur aldrei unnið Hauka í meistaraflokki kvenna. Liðin eru hafa mæst átta sinnum í efstu deild síðustu tvö tímabil og hafa Haukarnir unnið alla leikina. Liðin mættust auk þess sex sinnum í 2. deild kvenna frá 2000 til 2003 og Haukarnir unnu alla þá leiki líka. Hamar hefur því tapað 14 deildarleikjum í röð á móti Haukum. Það hafa fimm leikmenn komið við sögu í öllum átta leikjunum milli Hauka og Hamars í efstu deild kvenna. Það eru annarsvegar Haukakonurnar Kristrún Sigurjónsdóttir og Bára Fanney Hálfdanardóttir og hinsvegar Hamarskonurnar Hafrún Hálfdánardóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. Hafrún hefur alls leikið mest allra í þessum átta leikjum eða í samtal 241 mínútu (30,1 í leik) en Kristrún hefur skorað flest stig eða 135 sem gera 16,9 stig að meðaltali í leik. Haukar unnu leikina fjóra tímabilið 2006-07 með 55,3 stigum að meðaltali en munurinn var kominn niður í 8,0 stig að meðaltali síðasta vetur. Hamarsliðið hefur aldrei byrjað betur en á þessu tímabili og það verður því fróðlegt að sjá hvar liðið stendur á móti Haukum sem eru eina félagið sem kvennalið Hamars hefur ekki náð að vinna í efstu deild. Hamar gæti reyndar fallið alla leið niður í 3. sætið í kvöld tapi liðið á Ásvöllum og Keflavíkur vinnur sinn leik á heimavelli gegn Val. Haukarnir verða hinsvegar alltaf í hópi tveggja efstu liðanna eftir kvöldið þar sem liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti Keflavík.Leikir Hauka og Hamars í efstu deild kvenna: 29. október 2006 Haukar-Hamar 106-53 (Haukar +53) 10. desember 2006 Hamar-Haukar 22-105 (Haukar +83) 21. janúar 2007 Haukar-Hamar 107-54 (Haukar +53) 28. febrúar 2007 Hamar-Haukar 64-96 (Haukar +32) 17. október 2007 Hamar-Haukar 76-85 (Haukar +9) 21. nóvember 2007 Haukar-Hamar 77-66 (Haukar +11) 9. janúar 2008 Hamar-Haukar 69-73 (Haukar +4) 13. febrúar 2008 Haukar-Hamar 82-74 (Haukar +8) 19. nóvember 2008 Haukar-Hamar ??-?? Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira
Það verður barist um toppsætið í Iceland Express deild kvenna þegar spútniklið Hamars sækir heitasta lið deildarinnar heim á Ásvelli klukkan 19.15 í kvöld. Bæði lið hafa unnið 5 af 6 leikjum sínum en á sama tíma og Hamar tapaði sínum fyrsta leik í síðasta leik þá vann Haukaliðið sinn fjórða leik í röð. Hamar þarf að endurskrifa sögu félagsins ætli liðið að vera áfram í toppsætinu eftir leikinn í kvöld því kvennalið Hamars hefur aldrei unnið Hauka í meistaraflokki kvenna. Liðin eru hafa mæst átta sinnum í efstu deild síðustu tvö tímabil og hafa Haukarnir unnið alla leikina. Liðin mættust auk þess sex sinnum í 2. deild kvenna frá 2000 til 2003 og Haukarnir unnu alla þá leiki líka. Hamar hefur því tapað 14 deildarleikjum í röð á móti Haukum. Það hafa fimm leikmenn komið við sögu í öllum átta leikjunum milli Hauka og Hamars í efstu deild kvenna. Það eru annarsvegar Haukakonurnar Kristrún Sigurjónsdóttir og Bára Fanney Hálfdanardóttir og hinsvegar Hamarskonurnar Hafrún Hálfdánardóttir, Jóhanna Björk Sveinsdóttir og Álfhildur Þorsteinsdóttir. Hafrún hefur alls leikið mest allra í þessum átta leikjum eða í samtal 241 mínútu (30,1 í leik) en Kristrún hefur skorað flest stig eða 135 sem gera 16,9 stig að meðaltali í leik. Haukar unnu leikina fjóra tímabilið 2006-07 með 55,3 stigum að meðaltali en munurinn var kominn niður í 8,0 stig að meðaltali síðasta vetur. Hamarsliðið hefur aldrei byrjað betur en á þessu tímabili og það verður því fróðlegt að sjá hvar liðið stendur á móti Haukum sem eru eina félagið sem kvennalið Hamars hefur ekki náð að vinna í efstu deild. Hamar gæti reyndar fallið alla leið niður í 3. sætið í kvöld tapi liðið á Ásvöllum og Keflavíkur vinnur sinn leik á heimavelli gegn Val. Haukarnir verða hinsvegar alltaf í hópi tveggja efstu liðanna eftir kvöldið þar sem liðið er með betri innbyrðisstöðu á móti Keflavík.Leikir Hauka og Hamars í efstu deild kvenna: 29. október 2006 Haukar-Hamar 106-53 (Haukar +53) 10. desember 2006 Hamar-Haukar 22-105 (Haukar +83) 21. janúar 2007 Haukar-Hamar 107-54 (Haukar +53) 28. febrúar 2007 Hamar-Haukar 64-96 (Haukar +32) 17. október 2007 Hamar-Haukar 76-85 (Haukar +9) 21. nóvember 2007 Haukar-Hamar 77-66 (Haukar +11) 9. janúar 2008 Hamar-Haukar 69-73 (Haukar +4) 13. febrúar 2008 Haukar-Hamar 82-74 (Haukar +8) 19. nóvember 2008 Haukar-Hamar ??-??
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Sjá meira