NBA í nótt: Utah lagði Phoenix Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. nóvember 2008 09:12 Raja Bell brýtur hér á Paul Millsap, leikmanni Utah. Nordic Photos / Getty Images Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán. NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt og allir í Vesturdeildinni. Utah, San Antonio og Houston unnu öll sigra á andstæðingum sínum. Utah vann góðan sigur á Phoenix, 109-97, eftir að hafa hafa verið með þriggja stiga forystu í hálfleik, 57-54. Utah hélt svo uppteknum hætti í síðari hálfleik og vann tólf stiga sigur. Mestu munaði um að Utah fór illa með Phoenix í fráköstum, tók alls 47 fráköst gegn 26 hjá Phoenix. Þar af náði hinn tröllvaxni Shaquille O'Neal aðeins einu frákasti í öllum leiknum. Þetta var fyrsti sigur Utah í síðustu fjórum leikjum en liðið er engu að síður í öðru sæti Vesturdeildarinnar með sjö sigurleiki, rétt eins og Houston og LA Lakers sem hefur að vísu aðeins tapað einum leik. Carlos Boozer og CJ Miles voru stigahæstir með 21 stig hvor en Boozer tók þar að auki fimmtán fráköst. Andrei Kirilenko kom næstur með nítján stig og sjö fráköst. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 30 stig og átta fráköst. Matt Barnes kom næstur með nítján stig og Steve Nash fjórtán og átta stoðsendingar. San Antonio vann LA Clippers, 86-83, þar sem Roger Mason tryggði San Antonio sigur með þriggja stiga körfu þegar 8,4 sekúndur voru eftir. Baron Davis hefði getað jafnað metin með síðasta skoti leiksins en það geigaði. Bæði Manu Ginobili og Tony Parker eru frá vegna meiðsla og var það því undir öðrum leikmönnum komið að fylla í skarð þeirra. Það gerði Mason sem var þar að auki stigahæstur með 21 stig. Tim Duncan kom næstur með 20 stig og fimmtán fráköst. Michael Finley skoraði nítján. Hjá Clippers var Cuttino Mobley stigahæstur með átján stig en Chris Kaman kom næstur með sautján stig og þrettán fráköst. Davis var með ellefu stig og átta stoðsendingar. Houston vann Oklahoma City, 100-89, og tapaði síðarnefnda liðið þar með sínum tíunda leik í sínum fyrstu ellefu leikjum í sögu þess. Sigurinn var þó súrsætur þar sem hnémeiðsli Tracy McGrady tóku sig upp í leiknum og þurfti hann að fara af velli strax í upphafi síðari hálfleiks. Það hafði þó lítil áhrif á leikinn þar sem sigur Houston var nokkuð öruggur. Luis Scola skoraði 23 stig fyrir Houston og Yao Ming nítján auk þess sem hann tók tólf fráköst. Ron Artest skoraði sautján stig og tók ellefu fráköst. Kevin Durant skoraði 29 stig fyrir Oklahoma City og Jeff Green sextán.
NBA Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira