„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Breki Logason skrifar 19. ágúst 2008 14:51 Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. MYND/DANÍEL RÚNARSSON Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa." Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa."
Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08