Magnús bíður eftir ákvörðun þjálfarans 25. apríl 2008 20:39 Magnús Gunnarsson smellir kossi á enn einn bikarinn í Keflavík í gær Mynd/Daniel Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram." Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Magnús Gunnarsson og félagar hans í Keflavík taka nú þátt í sigurhátíð sem að hans sögn mun standa yfir alla helgina þar í bæ. Liðið landaði enn einum meistaratitlinum í safnið í gærkvöld og Vísir heyrði hljóðið í skyttunni í kvöld. Við spurðum Magnús út í úrslitakeppnina, erfiðleika Keflavíkurliðsins gegn ÍR og hvað hefði orðið til þess að liðið fór á þann mikla sprett sem tryggði því titilinn. "Við þjöppuðum okkur saman eftir töpin gegn ÍR og fórum bara að spila eins og menn. Það var bullandi sjálfstraust í ÍR eftir KR-seríuna, en það var aldrei efi í okkur í þessari úrslitakeppni. Við vissum að um leið og við myndum smella, færi þetta á skrið hjá okkur," sagði Magnús. Hann segir að þó það sé vissulega klisja að varnarleikurinn vinni titla - hafi það einfaldlega verið það sem gerði gæfumuninn á hjá Keflvíkingum í þessari úrslitakeppni. "Menn gleyma því kannski að við fengum á okkur fæst stig allra í deildarkeppninni. Við spiluðum ágæta vörn á móti Þór í fyrstu umferðinni, en svo er eins og við höfum haldið að þetta kæmi bara að sjálfu sér á móti ÍR og við vorum að spila illa bæði sem lið og sem einstaklingar. Svo þegar við skrúfuðum okkur í gang í þriðja leiknum gegn ÍR, var þetta aldrei spurning í framhaldinu. Við burstuðum ÍR í síðustu þremur leikjunum, tókum Snæfell með 15 stigum á útivelli og svo 20 stigum heima. Það átti bara enginn möguleika í okkur," sagði Magnús. En hvað var það sem kveikti í Keflvíkingum eftir töpin tvö gegn ÍR, þegar þorri manna var búinn að afskrifa þá? "Við hittumst fyrir þriðja leikinn gegn ÍR til að horfa á flott myndband sem strákarnir sem sjá um Kef City TV settu saman, þeir Þorsteinn Lár og Siggi og mér skilst að Sigurður (þjálfari) hafi eitthvað komið að því líka. Það kveikti rækilega í okkur og eftir það varð ekki aftur snúið. Við unnum að þessu allan veturinn og skrifuðum svo nýtt blað í söguna með þessum sigri," sagði Magnús. Sigurður Ingimundarson þjálfari hefur ekkert gefið upp um framtíðaráform sín í þjálfarastólnum hjá Keflavík og Magnús segist byggja sín eigin framtíðarplön nokkuð mikið á því hvað "besti þjálfari landsins ætlar að gera" eins og hann orðaði það sjálfur. "Ég þarf nú að sjá hver verður þjálfari í þessu Keflavíkurliði áður en ég tek ákvörðun. Maður spilar ekki fyrir hvern sem er þegar maður hefur spilað fyrir þann besta. Ég mundi segja að væru svona 80% líkur á því að ég haldi áfram í Keflavík ef Siggi verður áfram."
Dominos-deild karla Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira