Pirraður Geir 18. mars 2008 14:25 Forsætisráðherra þjóðarinnar var heldur pirraður á nýafstöðnum blaðamannfundi í Stjórnarráðinu í dag. Gott ef ekki úrillur. Hann svaraði spurningum blaða- og fréttamanna um stöðu og horfur í efnahagsmálum heldur önuglega. Og kvaðst einfaldlega ekki ætla að svara sumum þeirra. Punktur, basta. Þetta er ekki rétta skapið. Og ekki heldur rétta taktíkin þegar þess er freistað að róa heila þjóð og þess utan fjármálakerfið allt í kringum okkur. Þetta veit jafn vandaður og ábyrgur stjórnmálamaður og Geir H. Haarde. Þjóðin heldur ekki ró sinni ef formaðurinn á bátnum virkar á hana píndur og skældur. Og illa fyrir kallaður ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun
Forsætisráðherra þjóðarinnar var heldur pirraður á nýafstöðnum blaðamannfundi í Stjórnarráðinu í dag. Gott ef ekki úrillur. Hann svaraði spurningum blaða- og fréttamanna um stöðu og horfur í efnahagsmálum heldur önuglega. Og kvaðst einfaldlega ekki ætla að svara sumum þeirra. Punktur, basta. Þetta er ekki rétta skapið. Og ekki heldur rétta taktíkin þegar þess er freistað að róa heila þjóð og þess utan fjármálakerfið allt í kringum okkur. Þetta veit jafn vandaður og ábyrgur stjórnmálamaður og Geir H. Haarde. Þjóðin heldur ekki ró sinni ef formaðurinn á bátnum virkar á hana píndur og skældur. Og illa fyrir kallaður ... -SER.