Erlent

Óheilsusamlegt og hættulegt í Galveston

Bandarískur hermaður leitar fólks á flóðasvæðum í Galveston.
Bandarískur hermaður leitar fólks á flóðasvæðum í Galveston. MYND/AP

Íbúum sem flúðu borgina Galveston í Texas hefur verið ráðið frá því að snúa þangað í bráð þar sem að engu sé að hverfa vegna mikillar eyðileggingar eftir yfirreið fellibyljarins Ike.

Ganga þau svo langt að segja að aðstæður í borginni séu bæði óheilsusamlegar og hættulegar. 15 til 20 þúsund manns flýðu borgina fyrir helgi og blasir nú gríðarlegt tjón við. Talið er að endurreisnarstarf geti tekið mánuði og ekki er búist að rafmagn komist aftur á fyrr en eftir fjórar vikur.

Von er á Bush Bandaríkjaforseta á hamfarasvæðin í Texas á morgun en tjón varð einnig í Houston og þaðan flýðu einnig margir. Þar er fólki einnig ráðlagt að halda sig í burtu einhverja daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×