Erlent

Obama kennir Bush-stjórninni um kreppuna

MYND/AP

Barack Obama, forsetaframbjóðandi demókrata, kennir Bush Bandaríkjaforseta um þær ógöngur sem bandarískt efnahagslíf er komið í.

Fregnir bárust af því í dag að fjórði stærsti fjárfestingarbanki landsins, Lehman Brothers, væri gjaldþrota og að Bank of America hygðist yfirtaka annan stóran banka, Merril Lynch. Nú eru um sjö vikur til forsetakosninga í Bandaríkjunum og ljóst að staða efnahagsmála verður aðalumræðefnið á næstunni.

Obama reið á vaðið strax í morgun og sagði óróleika á mörkuðum alavarlega ógn við efnahag Bandaríkjanna. Sagði hann erfiðleikana afhjúpa það að menn bæði í Washington og á Wall Street hefðu ekki haft neina stjórn á þróun mála. Tók hann svo djúpt í árinni að segja Bandaríkin standa frammi fyrir verstu fjármálakreppu frá því stóra kreppan skall á um 1930.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×