Erlent

Tveir særðir eftir skotbardaga í Kaupmannahöfn

MYND/AP

Tveir menn eru slasaðir eftir skotbardaga í Rantzaugade í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Lögreglan yfirheyrir nú vitni að atburðinum en að minnsta kosti ellefu skotum var hleypt af. Yfirlögregluþjónn segir ekkert benda til þess að árásina megi rekja til vélhjólasamtaka eða deilna þeirra við við glæpasamtök innflytjenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×