Erlent

Rannsaka SMS-skeyti vegna lestarslyss

MYND/AP

Yfirvöld í Los Angeles rannsaka nú hvort SMS-skilaboð sem fóru milli tveggja unglinga og stjórnanda farþegalestar hafi átt einhvern þátt í lestarslysinu á föstudag þegar farþegalestin ók beint framan á flutningalest sem kom úr gagnstæðri átt.

Tuttugu og fimm manns létust í slysinu og 130 slösuðust en farþegalestin nam ekki á staðar á rauðu ljósi. Stjórnandi lestarinnar er einn hinna látnu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×