Erlent

Scheffer fullvisaði Georgíumenn um stuðning NATO

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jaap de Hoop Scheffer, fullvissaði Georgíumenn í dag um stuðning bandalagsins við Georgíu en gaf engin loforð um hvort eða hvenær landið gæti gengið í NATO.

Scheffer og sendiherrar 26 aðildarríkja bandalagsins funduðu í Georgíu í gær í þeim tilgangi að sýna stuðning NATO við Georgíu í rimmunni við Rússa. Á fundinum var stofnað sérstakt samstarfsráð NATO og Georgíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×