Erlent

Með leyfi fyrir tveimur rifflum en lá á vopnabúri

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Tæplega fertugur Dani á Suður-Jótlandi gekk af göflunum á vinnustað sínum í gær og hótaði að skjóta samstarfskonu til bana áður en hann rauk heim.

Þar sem maðurinn er skotveiðimaður tók konan hótununum alvarlega og hafði samband við lögreglu. Þegar lögregla kom að heimili mannsins fann hún hann í felum undir runna í garðinum. Inni á heimilinu blasti við lögreglu slíkt vopnabúr að húsið var nánast fullt af vopnum, alls konar rifflum auk fjölda ólöglegra eggvopna. Maðurinn hafði hinsvegar aðeins leyfi fyrir tveimur rifflanna og öðru ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×