Handbolti

Sigur hjá Hannover-Burgdorf

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðmar Felixsson í leik með íslenska landsliðinu.
Heiðmar Felixsson í leik með íslenska landsliðinu.
Íslendingaliðið Hannover-Burgdorf vann í kvöld sigur á Magdeburg 2 í norðurriðli B-deildarinnar í handbolta í Þýskalandi, 32-24.

Hannes Jón Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Hannover-Burgdorf og Heiðmar Felixsson eitt.

Liðið er nú í þriðja sæti riðilsins með sextán stig eftir ellefu leiki. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Lübbecke sem Þórir Ólafsson leikur með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×