Íraskar konur taka vaxandi þátt í öryggisgæslu í landi sínu. Þær eru kallaðar Dætur Íraks og það ver verið að þjálfa þær á lögreglustöðvum víðsvegar um landið.
Á meðfylgjandi mynd er lögreglukona (til vinstri) að kenna nemanda rétta aðferð við líkamsleit. Um sjötíu konur tóku þátt í námskeiðinu í al-Abara sem er norðan við Bagdad.
Þær útskrifuðust í síðustu viku og voru fyrsti bekkurinn sem útskrifast á þessu viðsjárverða svæði.