Betri búsetuskilyrði Jórunn Frímannsdóttir skrifar 13. mars 2008 07:00 Í starfsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2008 kemur fram pólitísk áhersla meirihluta borgarstjórnar á samþættingu, uppbyggingu og aukna þjónustu við aldraða og fatlaða í heimahúsum. Við leggjum ríka áherslu á þessa þætti í þriggja ára áætlun sem var til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur hinn 5. mars síðastliðinn. Meðal þess sem stendur til er að auka fjármagn til heimaþjónustu um 250 milljónir króna. Á réttri leiðAf nýútkominni skýrslu OECD má glöggt ráða að hugmyndir okkar og ákvarðanir í málefnum eldri borgara eru réttar - við eigum að leggja enn frekari áherslu á að nóg sé til af sérhönnuðum íbúðum fyrir þennan hóp í tengslum við hjúkrunarheimili og þjónustu. Þetta er einmitt það sem við höfum verið að gera og við hyggjumst halda áfram á sömu braut. Hafið er mikið átak í húsnæðismálum aldraðra og við höfum þegar sett í gang uppbyggingu á tveimur nýjum félags- og þjónustumiðstöðvum við Sléttuveg og Spöng auk yfir 200 þjónustuíbúða í tengslum við þær. Nú þegar höfum við skrifað undir viljayfirlýsingu um að veita Samtökum aldraðra lóð við Sléttuveg og verður gengið frá úthlutun á henni innan tíðar. Í farvatninu er einnig úthlutun lóða til Félags eldri borgara bæði við Gerðuberg og í Suður-Mjódd. Beðið er samþykkis nýs deiliskipulags til þess að hægt verði að úthluta þeim lóðum. Auk þessa er verið að skoða hvar SA geti fengið aðra lóð til uppbyggingar fleiri íbúða og er t.d. horft til miðsvæðis Úlfarsárdalsins í því samhengi. Meira en steinsteypaVið höfum ekki einungis gert átak í búsetuuppbyggingu því við höfum líka skoðað fleira sem hægt er að gera til að auðvelda einstaklingum að búa heima. • Við fórum af stað með tilraunaverkefni um öryggissíma til sex mánaða hjá hundrað einstaklingum. Sú tilraun hefur gengið vel og er nú verið að skoða með hvaða hætti við höldum áfram með þá þjónustu. • Við erum í tilraunaverkefni við að aðstoða fimm einstaklinga sem eru á bið eftir þjónustuíbúð við að gera breytingar á íbúðum sínum svo þeir geti áfram búið heima. • Við skrifuðum undir forvarnarsamning við Forvarnarhús Sjóvár um fræðslu til aldraðra um hættur í heimahúsum. Auk þess mun Forvarnarhús Sjóvár taka út nýbyggðar íbúðir ætlaðar eldri borgurum. Sameining þjónustunnarSennilega er þó það mikilvægasta ótalið, en það eru viðræður okkar við heilbrigðisráðuneytið um að sameina heimahjúkrun og heimaþjónustu. Með því að sameina þjónustuna teljum við að megi ná fram samfelldari, einfaldari og betri þjónustu við þjónustuþega. Það komst loks skriður á það mál síðastliðið sumar með nýjum vindum í heilbrigðisráðuneytinu, en því er ekki að leyna að okkur hafði ekki tekist að fá fund með fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Nú er umhverfið annað og mikill vilji af hálfu ríkis og borgar til þess að við látum sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu verða að veruleika. Velferðarsvið og heilbrigðisráðuneytið funda nú vikulega um það hvernig best sé að sameina þessa þjónustu og ráðinn hefur verið verkefnastjóri í fullt starf til Velferðarsviðs til þess að vinna að sameiningunni. Auk þess vinnur verkefnastjóri á vegum heilbrigðisráðuneytisins að þessum málum. Það er að mörgu að hyggja og mikilvægt að vel takist til. Ég bind miklar vonir við að okkur takist að sameina þessa þjónustuþætti í borginni öllum þjónustuþegum til heilla og aukinna lífsgæða. Þetta er afar mikilvægt skref sem við þurfum að stíga sem allra fyrst.Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í starfsáætlun Velferðarsviðs fyrir árið 2008 kemur fram pólitísk áhersla meirihluta borgarstjórnar á samþættingu, uppbyggingu og aukna þjónustu við aldraða og fatlaða í heimahúsum. Við leggjum ríka áherslu á þessa þætti í þriggja ára áætlun sem var til umræðu í borgarstjórn Reykjavíkur hinn 5. mars síðastliðinn. Meðal þess sem stendur til er að auka fjármagn til heimaþjónustu um 250 milljónir króna. Á réttri leiðAf nýútkominni skýrslu OECD má glöggt ráða að hugmyndir okkar og ákvarðanir í málefnum eldri borgara eru réttar - við eigum að leggja enn frekari áherslu á að nóg sé til af sérhönnuðum íbúðum fyrir þennan hóp í tengslum við hjúkrunarheimili og þjónustu. Þetta er einmitt það sem við höfum verið að gera og við hyggjumst halda áfram á sömu braut. Hafið er mikið átak í húsnæðismálum aldraðra og við höfum þegar sett í gang uppbyggingu á tveimur nýjum félags- og þjónustumiðstöðvum við Sléttuveg og Spöng auk yfir 200 þjónustuíbúða í tengslum við þær. Nú þegar höfum við skrifað undir viljayfirlýsingu um að veita Samtökum aldraðra lóð við Sléttuveg og verður gengið frá úthlutun á henni innan tíðar. Í farvatninu er einnig úthlutun lóða til Félags eldri borgara bæði við Gerðuberg og í Suður-Mjódd. Beðið er samþykkis nýs deiliskipulags til þess að hægt verði að úthluta þeim lóðum. Auk þessa er verið að skoða hvar SA geti fengið aðra lóð til uppbyggingar fleiri íbúða og er t.d. horft til miðsvæðis Úlfarsárdalsins í því samhengi. Meira en steinsteypaVið höfum ekki einungis gert átak í búsetuuppbyggingu því við höfum líka skoðað fleira sem hægt er að gera til að auðvelda einstaklingum að búa heima. • Við fórum af stað með tilraunaverkefni um öryggissíma til sex mánaða hjá hundrað einstaklingum. Sú tilraun hefur gengið vel og er nú verið að skoða með hvaða hætti við höldum áfram með þá þjónustu. • Við erum í tilraunaverkefni við að aðstoða fimm einstaklinga sem eru á bið eftir þjónustuíbúð við að gera breytingar á íbúðum sínum svo þeir geti áfram búið heima. • Við skrifuðum undir forvarnarsamning við Forvarnarhús Sjóvár um fræðslu til aldraðra um hættur í heimahúsum. Auk þess mun Forvarnarhús Sjóvár taka út nýbyggðar íbúðir ætlaðar eldri borgurum. Sameining þjónustunnarSennilega er þó það mikilvægasta ótalið, en það eru viðræður okkar við heilbrigðisráðuneytið um að sameina heimahjúkrun og heimaþjónustu. Með því að sameina þjónustuna teljum við að megi ná fram samfelldari, einfaldari og betri þjónustu við þjónustuþega. Það komst loks skriður á það mál síðastliðið sumar með nýjum vindum í heilbrigðisráðuneytinu, en því er ekki að leyna að okkur hafði ekki tekist að fá fund með fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Nú er umhverfið annað og mikill vilji af hálfu ríkis og borgar til þess að við látum sameiningu heimahjúkrunar og heimaþjónustu verða að veruleika. Velferðarsvið og heilbrigðisráðuneytið funda nú vikulega um það hvernig best sé að sameina þessa þjónustu og ráðinn hefur verið verkefnastjóri í fullt starf til Velferðarsviðs til þess að vinna að sameiningunni. Auk þess vinnur verkefnastjóri á vegum heilbrigðisráðuneytisins að þessum málum. Það er að mörgu að hyggja og mikilvægt að vel takist til. Ég bind miklar vonir við að okkur takist að sameina þessa þjónustuþætti í borginni öllum þjónustuþegum til heilla og aukinna lífsgæða. Þetta er afar mikilvægt skref sem við þurfum að stíga sem allra fyrst.Höfundur er borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun