LÍN mismunar skiptinemum Haukur Logi Karlsson skrifar 8. október 2008 04:00 Gengissveiflur krónunnar hafa umsvifalaus áhrif á námsmenn í útlöndum á framfæri ríkissjóðs. Þeir þurfa því annað hvort að stinga nýtt gat í sultarólina eða fá frekari fyrirgreiðslu hjá bankanum. Þessi sveifla hefur ekki sérstök áhrif á suma, þar sem við gerum upp yfirdráttinn við bankann í lok annar með láni frá LÍN, sem reiknað er út frá gjaldmiðli námslandsins miðað við útborgunardag. Í sumar rak ég mig á að þessi eðlilega gengistrygging nær ekki til allra. Samviskusamlega las ég úthlutunarreglur LÍN og óskaði eftir því í kjölfarið að gert yrði upp við mig samkvæmt því sem gildir um námsmenn erlendis. Um hæl var mér boðið að fá lánið borgað miðað við gengi gjaldmiðilsins 1. júli árinu á undan. Þetta þýddi í reynd að mér var boðið að fá lán á genginu 8,9 ÍSK, þegar gengi sænsku krónunnar yfir önnina var á bilinu 12,5-13,5 ÍSK. Skýringin hjá LÍN var vísun í óbirta reglu um að skiptinemar fengju ekki sams konar gengistryggingu og námsmenn erlendis. Efnisleg rök fengust ekki fyrir þessari mismunandi afgreiðslu en regluna er nú búið að birta í uppfærðum úthlutunarreglum LÍN. Skiptinemar á þessu skólaári fá því lán sem miðar við gengi krónunnar þann fyrsta júlí í sumar, og munu væntanlega þurfa að taka gengisfallið í haust á sig. Sjálfur hef ég verið hækkaður í tign hjá LÍN, telst nú alvöru námsmaður erlendis og fæ því gengistryggingu. Áhugavert væri að vita hvort umboðsmaður Alþingis telji þetta standast jafnræðisreglu. Ég fæ ekki séð að námsmaður erlendis hafi aðra þörf fyrir gengistryggingu sem námsmaður en skiptinemi. Þótt nýlegar víkingaferðir Íslendinga hafi endað sneypulega má ekki gleyma því að þúsundir Íslendinga eru í annars konar útrás sem gæti reynst þjóðinni drjúg búbót þegar fram í sækir. Það á að vera forgangsverkefni LÍN, eða umboðsmanns Alþingis, að leiðrétta stöðu þeirra hundruða skiptinema sem nú eru við nám um allan heim og gera hana sambærilega við stöðu annara námsmanna erlendis. Hrun krónunnar má ekki leiða til þess að næsta kynslóð Íslendinga verði eintómir heimalningar. Höfundur er í framhaldsnámi við Stockholms Universit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 20.12.2025 Halldór Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Sjá meira
Gengissveiflur krónunnar hafa umsvifalaus áhrif á námsmenn í útlöndum á framfæri ríkissjóðs. Þeir þurfa því annað hvort að stinga nýtt gat í sultarólina eða fá frekari fyrirgreiðslu hjá bankanum. Þessi sveifla hefur ekki sérstök áhrif á suma, þar sem við gerum upp yfirdráttinn við bankann í lok annar með láni frá LÍN, sem reiknað er út frá gjaldmiðli námslandsins miðað við útborgunardag. Í sumar rak ég mig á að þessi eðlilega gengistrygging nær ekki til allra. Samviskusamlega las ég úthlutunarreglur LÍN og óskaði eftir því í kjölfarið að gert yrði upp við mig samkvæmt því sem gildir um námsmenn erlendis. Um hæl var mér boðið að fá lánið borgað miðað við gengi gjaldmiðilsins 1. júli árinu á undan. Þetta þýddi í reynd að mér var boðið að fá lán á genginu 8,9 ÍSK, þegar gengi sænsku krónunnar yfir önnina var á bilinu 12,5-13,5 ÍSK. Skýringin hjá LÍN var vísun í óbirta reglu um að skiptinemar fengju ekki sams konar gengistryggingu og námsmenn erlendis. Efnisleg rök fengust ekki fyrir þessari mismunandi afgreiðslu en regluna er nú búið að birta í uppfærðum úthlutunarreglum LÍN. Skiptinemar á þessu skólaári fá því lán sem miðar við gengi krónunnar þann fyrsta júlí í sumar, og munu væntanlega þurfa að taka gengisfallið í haust á sig. Sjálfur hef ég verið hækkaður í tign hjá LÍN, telst nú alvöru námsmaður erlendis og fæ því gengistryggingu. Áhugavert væri að vita hvort umboðsmaður Alþingis telji þetta standast jafnræðisreglu. Ég fæ ekki séð að námsmaður erlendis hafi aðra þörf fyrir gengistryggingu sem námsmaður en skiptinemi. Þótt nýlegar víkingaferðir Íslendinga hafi endað sneypulega má ekki gleyma því að þúsundir Íslendinga eru í annars konar útrás sem gæti reynst þjóðinni drjúg búbót þegar fram í sækir. Það á að vera forgangsverkefni LÍN, eða umboðsmanns Alþingis, að leiðrétta stöðu þeirra hundruða skiptinema sem nú eru við nám um allan heim og gera hana sambærilega við stöðu annara námsmanna erlendis. Hrun krónunnar má ekki leiða til þess að næsta kynslóð Íslendinga verði eintómir heimalningar. Höfundur er í framhaldsnámi við Stockholms Universit.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun