Viðskipti innlent

Vonast til þess að leysa mál Eksporfinans sem fyrst

Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis banka hefur sent frá sér yfirlýsingu fyrir hönd skilanefndarinnar. Þar er fjallað um fréttir sem birst hafa í dag þess efnis að Eksporfinans hafi kært gamla Glitni banka.

Þar segir að ef komi í ljós að mistök hafi verið gerð að hálfu gamla Glitnis muni skilanefndin gera allt sem í hennar valdi standi til þess að leysa málið í samráði við Eksportfinans. Lögfræðingar á Íslandi og í Noregi séu að skoða málið.

Yfirlýsinguna í heild sinni má sjá hér að neðan:

Yfirlýsing frá skilanefnd Glitnis banka hf.

Reykjavík 22.10.2008 Vegna frétta um að Eksportfinans í Noregi hafi kært gamla Glitni banka vill skilanefnd bankans koma eftirfarandi á framfæri. Ef að í ljós kemur að mistök hafi verið gerð að hálfu gamla Glitnis munum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að leysa málið í samráði við Ekportfinans.

Við vinnum að lausn þessa máls með okkar lögfræðingum á Íslandi og í Noregi. Það sem meðal annars er verið að skoða er hvort hægt sé að koma að fullu til móts við kröfur Ekportfinans án þess fara á svig við íslensk lög eða raska jafnræði kröfuhafa. Við vonumst til þess að niðurstaða náist í þessu máli sem allra fyrst. Þar sem málið er í lögfræðilegum farvegi getur skilanefndin ekki tjáð sig frekar um málið fyrr en niðurstaða liggur fyrir.

Fyrir hönd skilanefndar Glitnis Banka

Árni Tómasson








Tengdar fréttir

Norðmenn kæra Glitni fyrir fjárdrátt

Norðmenn hafa kært Glitni fyrir að stinga undan sjö milljörðum íslenskra króna eftir að lán til þriggja aðila hafði verið greitt til baka og runnið í sjóði bankans, en ekki til upphaflegs lánardrottins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×