Innlent

Jakob væntir tíðinda síðar í dag

Gunnar Valþórsson. skrifar
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri.
Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri.

„Borgarstjóri verður að útskýra það sjálfur," segir Jakob Frímann Magnússon, miðborgarstjóri og helsti ráðgjafi Ólafs F. Magnússonar, aðspurður hvers vegna Ólafur F. Magnússon mætti ekki á borgarráðsfund í morgun eins og venjan er. „Það skýrir sig væntanlega sjálft síðar í dag," bætti Jakob við.

Borgarstjóri á ekki sæti í borgarráði en situr engu að síður fundina án þess að vera með atkvæðarétt. Jakob vildi ekki tjá sig nánar um hvers væri að vænta en sagði „eitthvað í pípunum" og að einhver teikn verði væntanlega gefin um þróun mála í dag.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður borgarráðs mætti heldur ekki til fundar í morgun.










Tengdar fréttir

Neitar þreifingum við sjálfstæðismenn

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins neitaði því í morgun að þreifingar hefðu staðið yfir undanfarna daga á milli hans og sjálfstæðismanna um nýjan meirihluta í borginni.

Fundað beggja vegna Tjarnargötunnar

Minnihluti og meirihluti í borgarstjórn sitja nú á fundum hvor sínum megin við Tjarnargötuna til þess að fara yfir atburði undanfarinna.

Útlit fyrir nýjan meirihluta í borginni í dag

Líklegra þykir en ekki að Sjálfstæðisflokkurinn slíti meirihlutasamstarfi sínu við Ólaf F. Magnússon og F-listann í borgarstjórn og leiti samstarfs við Óskar Bergsson, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins.

Oddvitar meirihlutans ekki á borgarráðsfundi

Nú þegar kortér er síðan fundur borgarráðs átti að hefjast eru hvorki Ólafur F. Magnússon borgarstjóri né Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna, mætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×