Viðskipti erlent

Færeyingar samþykkja lán sitt til Íslands

Færeyska lögþingið hefur samþykkt 300 milljóna danskra kr. lán til Íslendinga í dag eða sem svarar til um 6,5 milljörðum kr.

Til að sýna samstöðu með Íslendingum urðu engar umræður um málið á þinginu fyrir utan ræðu fjármálaráðherrans sem mælti fyrir láninu. Var það síðan samþykkt einróma.

Færeyingar voru meðal þeirra fyrstu sem ákváðu að lána Íslendingum fé. Ekki þarf að borga af höfuðst+ól lánsins næstu fimm árin en vextir á því nema rúmlega 5%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×