Hver var Matti Juhani Saari? Óli Tynes skrifar 24. september 2008 16:40 Matti Juhani Saari. Til að sjá var hann ósköp venjulegur ungur maður. En undir niðri var eitthvað skelfilegt að gerast hjá Matta Juhani Saari. Enginn veit hvað það var sem fékk hann til þess að myrða tíu manns og fremja svo sjálfsmorð. Ekki var um að ræða neitt einelti. Vinir hans sögðu að hann væri hæglátur, en ekkert einmana. Vinirnir segja að hann hafi byrjað að breytast þegar hann flutti úr heimabæ sínum Pyhäjärvi fyrir rúmu ári og hóf nám við veitinga- og hóteldeild iðnskólans í Kauhajoki. Ógnað með byssu Matti Saari bjó í sinni eigin íbúð ásamt ketti sínum, nokkur hundruð metra frá skólanum. Í skólanum var hann miðlungs nemandi. Í febrúar gerðist dálítið. Matti stóð i röð við pylsuvagn þegar 36 ára gamall maður ógnaði honum með byssu. Matti varð mjög hræddur. Eftir það fór hann að sækja skotvelli og í ágúst fékk hann byssuleyfi. Þá keypti hann skammbyssuna sem hann notaði til þess að myrða skólafélaga sína. Í viðtali við finnska blaðið Ilta Sanomat sagði vinur Matta að hann hefði heyrt af því að Matti hefði keypt sér byssu og spurt hann af hverju. Matti svaraði því til að áhuginn hefði vaknað eftir að hann fór að skjóta með vinum sínum. Lífið er skítt Síðustu tvo mánuði borðaði Matti nánast á hverju kvöldi á pizza húsi Huseyis Kamtags . Hann var þar stundum með vinum sínum en oftast borðaði hann einn. -Hann horfði alltaf niður þegar hann pantaði, segir Huseyi Kamtag. Síðastliðinn þriðjudag hitti hann Matta á krá í Kauhajoki. Matti var mjög ölvaður. -Hann sagði að lífið væri skítt, segir Kamtag sem reyndi að hughreysta hann. En Matti Saari ýtti honum frá sér og fór sína leið. Hagaði sér eðlilega Fyrir nokkrum árum kynntist Matti hinni 18 ára (sem þá var) Marjo Lehtomäki. Þau kynntust í heimabænum og héldu áfram að spjalla á netinu eftir að Matti flutti til Kauhajoki á síðasta ári. Marjo hitti Matta síðast fyrir fimm dögum þegar hann eyddi helgi í Pyhäjärvi. Hún kveðst hafa hitt hann bæði á föstudag og laugardag. Hann hafi verið drukkinn en eðlilegur í framkomu. Marjo segir að hún hafi ekki vitað um áhuga Matta á skotvopnum. Þessvegna brá henni þegar sendi henni tölvupóst með tengli inn á YouTube, þar sem hann var að æfa sig að skjóta. -Ég hefði aldrei í lífinu trúað að þetta gæti gerst, segir stúlkan. Vildi konu en engin börn Matti Saari sótti mikið á netið. Þar gekk hann undir nafninu Wump-scut86. Það var samsetning úr nafni uppáhalds hljómsveitar hans og hans eigin fæðingarári.Hann fór inn á margar heimasíður, meðal annars stefnumótasíðu. Þar sagðist hann gjarnan vilja hitta konu á aldrinum 16-25 ára. Barnlausa. -Ég vil ekki börn, skrifaði hann.Matti sagði áhugamál sín vera kynlíf, tölvur, bjór og skotvopn. Í einni af færslum sínum sagði hann; -Allt lífið er stríð og allt lífið er sársauki. Og þú verður einmana í þínu persónulega stríði.Erfðaskrá á netinuFyrir hádegi í gær, réttum hálftíma áður en morðin hófust setti hann sína síðustu færslu á netið. Hann fór inn á finnska netsíðu og birti þar rafræna erfðaskrá undir fyrirsögninni; Fjöldamorð í Kauhajoki.Í viðhengi voru fjórtán möppur með myndum og myndböndum sem lýstu mjög trufluðum manni.Heimild: Aftonbladet, BT, Ilta Sanomat, Huvudstadbladet. Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Til að sjá var hann ósköp venjulegur ungur maður. En undir niðri var eitthvað skelfilegt að gerast hjá Matta Juhani Saari. Enginn veit hvað það var sem fékk hann til þess að myrða tíu manns og fremja svo sjálfsmorð. Ekki var um að ræða neitt einelti. Vinir hans sögðu að hann væri hæglátur, en ekkert einmana. Vinirnir segja að hann hafi byrjað að breytast þegar hann flutti úr heimabæ sínum Pyhäjärvi fyrir rúmu ári og hóf nám við veitinga- og hóteldeild iðnskólans í Kauhajoki. Ógnað með byssu Matti Saari bjó í sinni eigin íbúð ásamt ketti sínum, nokkur hundruð metra frá skólanum. Í skólanum var hann miðlungs nemandi. Í febrúar gerðist dálítið. Matti stóð i röð við pylsuvagn þegar 36 ára gamall maður ógnaði honum með byssu. Matti varð mjög hræddur. Eftir það fór hann að sækja skotvelli og í ágúst fékk hann byssuleyfi. Þá keypti hann skammbyssuna sem hann notaði til þess að myrða skólafélaga sína. Í viðtali við finnska blaðið Ilta Sanomat sagði vinur Matta að hann hefði heyrt af því að Matti hefði keypt sér byssu og spurt hann af hverju. Matti svaraði því til að áhuginn hefði vaknað eftir að hann fór að skjóta með vinum sínum. Lífið er skítt Síðustu tvo mánuði borðaði Matti nánast á hverju kvöldi á pizza húsi Huseyis Kamtags . Hann var þar stundum með vinum sínum en oftast borðaði hann einn. -Hann horfði alltaf niður þegar hann pantaði, segir Huseyi Kamtag. Síðastliðinn þriðjudag hitti hann Matta á krá í Kauhajoki. Matti var mjög ölvaður. -Hann sagði að lífið væri skítt, segir Kamtag sem reyndi að hughreysta hann. En Matti Saari ýtti honum frá sér og fór sína leið. Hagaði sér eðlilega Fyrir nokkrum árum kynntist Matti hinni 18 ára (sem þá var) Marjo Lehtomäki. Þau kynntust í heimabænum og héldu áfram að spjalla á netinu eftir að Matti flutti til Kauhajoki á síðasta ári. Marjo hitti Matta síðast fyrir fimm dögum þegar hann eyddi helgi í Pyhäjärvi. Hún kveðst hafa hitt hann bæði á föstudag og laugardag. Hann hafi verið drukkinn en eðlilegur í framkomu. Marjo segir að hún hafi ekki vitað um áhuga Matta á skotvopnum. Þessvegna brá henni þegar sendi henni tölvupóst með tengli inn á YouTube, þar sem hann var að æfa sig að skjóta. -Ég hefði aldrei í lífinu trúað að þetta gæti gerst, segir stúlkan. Vildi konu en engin börn Matti Saari sótti mikið á netið. Þar gekk hann undir nafninu Wump-scut86. Það var samsetning úr nafni uppáhalds hljómsveitar hans og hans eigin fæðingarári.Hann fór inn á margar heimasíður, meðal annars stefnumótasíðu. Þar sagðist hann gjarnan vilja hitta konu á aldrinum 16-25 ára. Barnlausa. -Ég vil ekki börn, skrifaði hann.Matti sagði áhugamál sín vera kynlíf, tölvur, bjór og skotvopn. Í einni af færslum sínum sagði hann; -Allt lífið er stríð og allt lífið er sársauki. Og þú verður einmana í þínu persónulega stríði.Erfðaskrá á netinuFyrir hádegi í gær, réttum hálftíma áður en morðin hófust setti hann sína síðustu færslu á netið. Hann fór inn á finnska netsíðu og birti þar rafræna erfðaskrá undir fyrirsögninni; Fjöldamorð í Kauhajoki.Í viðhengi voru fjórtán möppur með myndum og myndböndum sem lýstu mjög trufluðum manni.Heimild: Aftonbladet, BT, Ilta Sanomat, Huvudstadbladet.
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira