Handbolti

Róbert skoraði tvö mörk í tapi Gummersbach

Róbert Gunnarsson
Róbert Gunnarsson mynd/pedromyndir

Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Gummersbach tapaði 28-27 á heimavelli fyrir Magdeburg þar sem Róbert Gunnarsson skoraði tvö mörk fyrir Gummersbach en Momir Ilic skoraði 10 mörk.

Þá vann Hamburg 33-31 sigur á Flensburg á heimavelli sínum. Pascal Hens og Krzysztof Lijewski skoruðu 7 mörk hvor fyrir Hamburg líkt og Lasse Svan Hansen hjá Flensburg.

Íslendingalið Lemgo var líka í eldlínunni í Evrópukeppninni þegar það spilaði síðari leik sinn við ASK Riga og vann örugglega 35-27. Vignir Svavarsson skoraði 5 mörk fyrir þýska liðið og Logi Geirsson 2.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×