Erlent

Ahern hættir sem forsætisráðherra 6. maí

Berti Ahern, forsætisráðherra Írlands, hyggst láta af embætti þann 6. maí eftir harða gagnrýni á heimavelli. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun. Sagðist hann myndu afhenda Mary McAleese, forseta Írlands, afsagnarbréf sitt þann dag.

Ahern hefur komið nokkum sinnum fyrir rannsóknarnefnd spillingarmála á Írlandi á síðustu mánuðum en nefndin hefur rannsakað tengsl stjórnmálamanna og verktaka á tíunda áratug síðustu aldara. Hefur kastljósið beinst að fjármálum Aherns en hann þvertekur fyrir að hafa þegið ólöglegar greiðslur. Ákvörðunin um að hætta hefði verið tekin í þágu þjóðarinnar.

Ahern hefur verið leiðtogi flokksins Fianna Fáil frá árinu 1994 og geght embætti forsætisráðherra frá árinu 1997. Hann leiddi flokkinn til sigurs í þriðju kosningunum í röð fyrra og hafði lýst því yfir að núverandi kjörtímabil yrði hans síðasta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×