Innlent

Fornbílarnir á leið til Suðurnesja

Keppnisbílarnir í alþjóðlega fornbílarallinu eru nú á bakaleið frá Suðurlandi í átt til Reykjaness en keppnin hófst við Ráðhús Reykjavíkur í morgun.

Keppnisbílarnir í alþjóðlega fornbílarallinu eru nú á bakaleið frá Suðurlandi í átt til Reykjaness en keppnin hófst við Ráðhús Reykjavíkur í morgun.

Rúmlega 60 fornbílar taka þátt í keppninni frá yfir tíu þjóðlöndum og eru elstu bílarnir yfir 80 ára gamlir. Bílarnir héldu í morgun austur fyrir fjall og fóru um Þingvelli, Gullfoss og Geysi og eru nú á bakaleið um Hveragerði.

Leið þeirra liggur síðan um Bláfjallaveg til Keflavíkur en keppninni í dag lýkur við Bláa lónið síðdegis. Á morgun verður svo lagt í hringferð um landið og verður Kirkjubæjarklaustur fyrsti áfangastaðurinn, en næstu daga verður meðal annars komið við á Höfn, Egilsstöðum og Akureyri. Keppninni lýkur svo við Perluna í Reykjavík næstkomandi föstudag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×