Innlent

Göngum saman gegn brjóstakrabba

Gengið verður á þremur stöðum á landinu í dag til styrktar rannsóknum á brjóstakrabbameini; í Reykjavík, Akureyri og á Ísafirði. Styrktarfélagið Göngum saman stendur fyrir göngunum og er þetta aðalfjáröflun ársins. Þátttökugjald er þrjúþúsund krónur fyrir fullorðna en frítt fyrir börn. Í Reykjavík verður gengið um Elliðaárdal og lagt af stað frá Árbæjarkirkju nú klukkan hálfellefu. Á Akureyri verður lagt af stað kl. 11 frá hátíðarsvæðinu í Kjarnaskógi og á Ísafirði verður gengið frá Bónusplaninu kl. 2. Allir sem skrá sig fá bleikt höfuðband. Við Árbæjakirkju verður upphitun verður fyrir göngu, Brassband leikur fyrir göngufólk og Orkuveitan býður þeim sem ganga upp á heitt kakó.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×