Djúp kreppa eina leiðin til að verðbólgumarkmið náist 12. apríl 2008 00:01 Gylfi Magnússon „Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum. Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Það er vel þekkt erlendis að ótrúverðugir seðlabankar séu nánast óstarfhæfir," segir Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands. Hann segir stefnu Seðlabankans ekki hafa gengið upp hingað til og ekkert útlit sé fyrir að svo verði. „Þvert á móti sjáum við nú fram á verðbólgu í tveggja stafa tölu í fyrsta sinn á öldinni," segir Gylfi og bætir því við að gengi krónunnar hafi lækkað verulega. „Jafnframt blasir við að erlendir aðilar hafa litla trú á fjármálakerfinu í heild." Gylfi segir að háir stýrivextir hafi ekki unnið á verðbólgunni en þeir hafi haldið gengi krónunnar háu og ýtt undir viðskiptahalla og skuldasöfnun. Þá hafi Seðlabankinn ekki aukið nægjanlega við gjaldeyrisvarasjóðinn, „þrátt fyrir að augljóst hafi verið árum saman að hann er allt of lítill í samanburði við erlendar skuldir landsmanna og umsvif viðskiptabankanna". Gylfi segir að svo virðist sem djúp kreppa, þar sem meðal annars yrði hrun á fasteignaverði, sé eina leiðin til þess að Seðlabankinn nái markmiði sínu um 2,5 prósenta verðbólgu. "Því tel ég óhjákvæmilegt að fengin verði fagleg stjórn yfir bankann, sem leysi af hólmi núverandi bankastjórn og bankaráð, og taki allar meiri háttar ákvarðanir, meðal annars um vexti." Þar sætu innlendir sem erlendir sérfræðingar sem hefðu traust markaðarins, bæði innanlands og utan. Þá þurfi að stækka gjaldeyrisforðann „þótt það sé mjög dýrt um þessar mundir," segir Gylfi. Hvorki náðist í Halldór Blöndal, formann bankaráðs Seðlabankans, né Davíð Oddsson, formann bankastjórnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En þess má geta að Davíð sagði við ákvörðun stýrivaxta í fyrradag að hann væri ekki á förum úr bankanum.
Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira