Pétur Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Grindavíkur í körfubolta og tekur hann við starfinu af Igor Beljanski.
Pétur hefur verið aðstoðarmaður Friðriks Ragnarssonar, þjálfara karlaliðs Grindavíkur, undanfarin tvö ár.
Á heimasíðu Grindavíkur kemur fram að hann vilji halda Tiffany Roberson hjá liðinu en hann vill aðeins hafa einn útlending hjá liðinu.