Lífið

Fordómar gagnvart grænmetisfæði að minnka

Sólveig Eiríksdóttir betur þekkt sem Solla í Grænum Kosti.
Sólveig Eiríksdóttir betur þekkt sem Solla í Grænum Kosti.

Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla í Grænum Kosti, telur fordóma gagnvart ýmiss konar grænmetisfæði vera að minnka hér á landi en nú eru 100 ár síðan Alþjóðasamtök grænmetisætna (International Vegetarian Union) var stofnað. Hún segist ekki þekki þau samtök neitt sérstaklega en nefndi að um aldamótin 1900 hafi verið mikil vakning varðandi mataræði.

„Það voru ýmsir listamenn og rithöfundar sem urðu grænmetisætur um þarsíðustu aldarmót. þá var mjög mikil vakning með mataræði eins og er núna. Amma mín fór til dæmis árið 1915 að læra hjúkrun í Kaupmannahöfn og fór á hráfæðimataræði en þá hún bjó hjá fólki sem aðhyllist slíkt mataræði," segir Sólveig.

Að sögn Sólveigar hefur verið reynt að stofna samtök grænmetisætna á Íslandi en það gengið brösótt. „Það getur verið svo erfitt að setjá fólk á einhvern bás eins og þess konar samtök væru. Oft þegar fólk hugsar um grænmetisætur sér það fyrir sér einhverja hippa í kínaskóm."

Sólveigu finnst þetta hins vegar vera að breytast og nú vera meiri viðurkenning á að vera á grænmetisfæði. Hún telur einnig að fólk sé kannski minna að skilgreina eins mikið hvort það sé grænmetisæta eða ekki.

Sjálf varð Sólveig grænmetisæta fyrir 30 árum þar sem hún hefur ofnæmi fyrir dýraafurðum. Hún segir að ástandið þá hafi oft verið skelfilegt á þeim tíma þannig að hún hafi þurft að læra að bjarga sér sjálf.

Þessa dagana er Sólveig að skrifa uppskriftir í Vikuna og að undirbúa sig fyrir námskeiðahald vetursins. Hún verður með hráfæðinámskeið 7. ágúst næstkomandi á Kaffi Hljómalind með erlendum hjónum sem eru sérfræðingar á því sviði.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.