Erlent

Grænlendingar á leið úr hvalveiðiráðinu?

Breska sjónvarpið, BBC, segir að grænlenska heimastjórnin vilji ganga úr Alþjóðlega hvalveiðiráðinu. Umhverfisfréttamaður BBC segist hafa séð bréf sem heimastjórnin sendi danska utanríkisráðuneytinu þar sem farið er fram á að Grænland dragi sig út úr ráðinu. Danir fara með utanríkismál Grænlendinga og fulltrúi Dana gætir hagsmuna Grænlendinga á fundum ráðsins.

Grænlendingar fá árlega úthlutað kvótum til svokallaðra frumbyggjaveiða. Þeir hafa tvö síðustu ár farið fram á kvóta til að veiða tíu hnúfubaka, en því hefur verið hafnað. Grænlendingar hafa áður gengið úr alþjóðasamtökum, einir síns liðs, en þeir fóru úr Evrópusambandinu fyrir um aldarfjórðungi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×