Erlent

Enn deilt á Brown

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Mynd/ AP
Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands. Mynd/ AP

Enn eykst þrýstingurinn á Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og formann Verkamannaflokksins, um að hann láti af embætti formanns.

Níu þingmenn flokksins hafa nú farið fram á að fram fari sérstök kosning um leiðtogasætið.

Í sumar þrýstu nokkrir þingmenn flokksins á Brown að láta af embætti og þá kom grein sem David Miliband, utanríkisráðherra, skrifaði í The Guardian um framtíð Verkamannaflokksins án þess að minnast einu orði á Brown af stað miklu umróti.

Í framhaldinu kölluðu tveir þingmenn eftir því að Brown sparkaði Milband úr stjórninni en hann er einn af vonarstjörnum flokksins.

Charles Clarke, fyrrverandi innanríkisráðherra í stjórn Tonys Blair, sagði í byrjun mánaðarins að Brown hafi einungis fáeina mánuði til að sanna sig fyrir kjósendum og félögum sínum í Verkamannaflokknum. Að öðrum kosti beri honum að segja af sér.

Ljóst er að vandræðagangi Verkamannaflokksins er hvergi nærri lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×