Sérfræðingar Stöðvar 2 spá í spilin í NBA 18. apríl 2008 20:25 Kevin Garnett og Kobe Bryant fóru fyrir gömlu stórveldunum Boston og LA Lakers sem eru komin aftur á toppinn NordcPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA hefst með látum annað kvöld. Vísir fékk sérfræðinga Stöðvar 2 Sport til að rýna í fyrstu umferðina, gefa sitt álit og spá fyrir um úrslit leikja. Deildarkeppnin í vetur var ein sú mest spennandi í áraraðir og þá var baráttan í Vesturdeildinni sérstaklega söguleg. Úrslitakeppnin í NBA hefst annað kvöld og verður bein útsending á NBA TV stöðinni frá leikjunum á hverju kvöldi. Boston og Detroit voru í algjörum sérflokki í Austurdeildinni og voru með besta árangur allra liða í deildinni. Keppni í Vesturdeildinni var hinsvegar hnífjöfn og þar mátti lið eins og Golden State sætta sig við að sitja eftir og komast ekki í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með hátt í 60% vinningshlutfall. Vísir fékk þá Benedikt Guðmundsson, Svala Björgvinsson og Friðrik Inga Rúnarsson, sérfræðinga Stöðvar 2, til að spá í spilin í fyrstu umferðinni.Austurdeildin:BOSTON - ATLANTASvali: "Þetta verður grænt vor - græn bylting. Boston sópar þessu. 4-0 fyrir Boston"Benni: "Þetta verður göngutúr í garðinum fyrir Boston. Gríðarlegur getumunur á þessum liðum. Boston vinnur 4-0."Friðrik: "Boston er einfaldlega með massíft lið. Atlanta er skemmtilegt lið með ágæta leikmenn og stelur einum leik. Boston vinnur 4-1."CLEVELAND - WASHINGTONSvali: "Reynsla Cleveland frá í úrslitunum í fyrra nýtist þeim. Sigurvilji og snilli LeBron James gerir gæfumuninn hér. 4-2 fyrir Cleveland."Benni: "Ég held að þarna geri LeBron James gæfumuninn. Cleveland þarg samt að hafa mikið fyrir þessu og vinnur 4-3. Aðeins snilli James skilur á milli hér."Friðrik: "Þetta verður hörkueinvígi eins og síðustu ár. Cleveland vinnur þetta 4-3 og LeBron James gerir gæfumuninn þarna." ORLANDO - TORONTOSvali: "Toronto á ekki skilið að fara lengra en í fyrstu umferð. Sólarpiltarnir frá Orlando vinna þetta 4-2."Benni: "Orlando er skemmtilegra lið en ég set spurningamerki við reynslu þeirra. Segjum að Orlando takið þetta 4-2 en þetta verða allt mjög jafnir leikir." Friðrik: "Ég held að Orlando vinni þetta einvígi 4-2. Þeir hafa sýnt meiri stöðugleika og eru með góða blöndu leikmanna. Dwight Howard er lykilmaður þarna hjá Orlando." DETROIT - PHILADELPHIASvali: "Philadelphia kemst í úrslitakeppni með lélegan árangur og í raun ættu aðeins sex lið að komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni í ár. Detroit vinnur þetta einvígi 4-1. Það er morgunljóst og það haustar snemma hjá mönnum Friðriks Inga." Benni: "Detroit vinnur þetta 4-1 og Philadelphia má vera sátt með að vinna þennan eina heimaleik sem það vinnur í fjórða leiknum þegar Detroit dettur í kæruleysið." Friðrik: "Skynsemin segir mér að Detroit vinni auðveldlega, en ég vil spá mínum mönnum í Philadelphia góðu gengi. Philadelphia getur strítt Detroit, en ég held að Pistons vinni þetta samt 4-2." Vesturdeildin:LA LAKERS - DENVERSvali: "Kobe Bryant hefur þroskast í vetur og er að finna andlegan þroska í bland við líkamlegan. Lakers er gamalt uppáhaldslið og þeir vinna þetta 4-1."Benni: "Lakers á eftir að skora 120 stig í hverjum leik í þessu einvígi og þetta verður mjög skemmtileg rimma með háu skori. Lakers vinnur þetta 4-2."Friðrik: "Enginn vill mæta Denver með sína skæðu sóknarmenn en ég held að Lakers vinni þetta samt. Þetta verður þó erfitt fyrir þá og ég held að Lakers vinni nauman 4-3 sigur." UTAH - HOUSTON Svali: "Ég held að Utah vinni þetta. Houston er búið að toppa tímabilið með 22 leikja sigurgöngu sinni í vetur. Utah vinnur þetta 4-3." Benni: "Ég ber mikla virðingu fyrir þessu Houston-liði, en ég held að Utah taki þetta 4-3 í oddaleik í Houston alveg eins og í fyrra." Friðrik: "Utah vinnur þetta einvígi 4-2. Jerry Sloan er búinn að koma upp góðum stöðugleika í liði Utah og liðið er til alls líklegt - þó það fari ekki alla leið." SAN ANTONIO - PHOENIXSvali: "Þetta er fáránlega áhugavert einvígi. Phoenix tók mikla áhættu með því að ná í Shaquille O´Neal og það hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Shaq hefur talað digurbarkalega í vetur en það dugar ekki til. San Antonio vinnur þetta einvígi 4-1." Benni: "Verður maður ekki að spá einum óvæntum úrslitum. Shaq treður trú inn í lið Phoenix, sem mun loksins ná að stöðva Spurs. Phoenix vinnur 4-2."Friðrik: "San Antonio er með gríðarlega reynslu eftir þessa titla síðustu ár og vinnur þetta einvígi. Shaquille O´Neal getur sett strik í reikninginn ef hann verður ferskur - en meistararnir taka þetta 4-3." NEW ORLEANS - DALLAS Svali: "Dallas olli vonbrigðum í vetur og New Orleans liðið var "vinsælasta stúlkan" í vetur. Ég held að New Orleans hlaupi yfir Dallas og vinni 4-2."Benni: "Ég spái því að þetta verði árið sem lið númer 7 slá lið númer 2 út úr úrslitakeppninni um víða veröld. Segjum að Dallas nýti sér reynsluleysi New Orleans og vinni sannfærandi 4-1."Friðrik: "New Orleans heillar mig mjög mikið og Chris Paul er búinn að vera rosalegur í vetur. Það eina sem ég hef áhyggjur af er reynsluleysi þeirra. Ég vil sjá New Orleans áfram þarna, en ég held að Dallas taki þetta á reynslunni og vinni 4-3." NBA Tengdar fréttir Úrslitakeppnin hefst á morgun Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. 18. apríl 2008 09:09 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA hefst með látum annað kvöld. Vísir fékk sérfræðinga Stöðvar 2 Sport til að rýna í fyrstu umferðina, gefa sitt álit og spá fyrir um úrslit leikja. Deildarkeppnin í vetur var ein sú mest spennandi í áraraðir og þá var baráttan í Vesturdeildinni sérstaklega söguleg. Úrslitakeppnin í NBA hefst annað kvöld og verður bein útsending á NBA TV stöðinni frá leikjunum á hverju kvöldi. Boston og Detroit voru í algjörum sérflokki í Austurdeildinni og voru með besta árangur allra liða í deildinni. Keppni í Vesturdeildinni var hinsvegar hnífjöfn og þar mátti lið eins og Golden State sætta sig við að sitja eftir og komast ekki í úrslitakeppnina þrátt fyrir að vera með hátt í 60% vinningshlutfall. Vísir fékk þá Benedikt Guðmundsson, Svala Björgvinsson og Friðrik Inga Rúnarsson, sérfræðinga Stöðvar 2, til að spá í spilin í fyrstu umferðinni.Austurdeildin:BOSTON - ATLANTASvali: "Þetta verður grænt vor - græn bylting. Boston sópar þessu. 4-0 fyrir Boston"Benni: "Þetta verður göngutúr í garðinum fyrir Boston. Gríðarlegur getumunur á þessum liðum. Boston vinnur 4-0."Friðrik: "Boston er einfaldlega með massíft lið. Atlanta er skemmtilegt lið með ágæta leikmenn og stelur einum leik. Boston vinnur 4-1."CLEVELAND - WASHINGTONSvali: "Reynsla Cleveland frá í úrslitunum í fyrra nýtist þeim. Sigurvilji og snilli LeBron James gerir gæfumuninn hér. 4-2 fyrir Cleveland."Benni: "Ég held að þarna geri LeBron James gæfumuninn. Cleveland þarg samt að hafa mikið fyrir þessu og vinnur 4-3. Aðeins snilli James skilur á milli hér."Friðrik: "Þetta verður hörkueinvígi eins og síðustu ár. Cleveland vinnur þetta 4-3 og LeBron James gerir gæfumuninn þarna." ORLANDO - TORONTOSvali: "Toronto á ekki skilið að fara lengra en í fyrstu umferð. Sólarpiltarnir frá Orlando vinna þetta 4-2."Benni: "Orlando er skemmtilegra lið en ég set spurningamerki við reynslu þeirra. Segjum að Orlando takið þetta 4-2 en þetta verða allt mjög jafnir leikir." Friðrik: "Ég held að Orlando vinni þetta einvígi 4-2. Þeir hafa sýnt meiri stöðugleika og eru með góða blöndu leikmanna. Dwight Howard er lykilmaður þarna hjá Orlando." DETROIT - PHILADELPHIASvali: "Philadelphia kemst í úrslitakeppni með lélegan árangur og í raun ættu aðeins sex lið að komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni í ár. Detroit vinnur þetta einvígi 4-1. Það er morgunljóst og það haustar snemma hjá mönnum Friðriks Inga." Benni: "Detroit vinnur þetta 4-1 og Philadelphia má vera sátt með að vinna þennan eina heimaleik sem það vinnur í fjórða leiknum þegar Detroit dettur í kæruleysið." Friðrik: "Skynsemin segir mér að Detroit vinni auðveldlega, en ég vil spá mínum mönnum í Philadelphia góðu gengi. Philadelphia getur strítt Detroit, en ég held að Pistons vinni þetta samt 4-2." Vesturdeildin:LA LAKERS - DENVERSvali: "Kobe Bryant hefur þroskast í vetur og er að finna andlegan þroska í bland við líkamlegan. Lakers er gamalt uppáhaldslið og þeir vinna þetta 4-1."Benni: "Lakers á eftir að skora 120 stig í hverjum leik í þessu einvígi og þetta verður mjög skemmtileg rimma með háu skori. Lakers vinnur þetta 4-2."Friðrik: "Enginn vill mæta Denver með sína skæðu sóknarmenn en ég held að Lakers vinni þetta samt. Þetta verður þó erfitt fyrir þá og ég held að Lakers vinni nauman 4-3 sigur." UTAH - HOUSTON Svali: "Ég held að Utah vinni þetta. Houston er búið að toppa tímabilið með 22 leikja sigurgöngu sinni í vetur. Utah vinnur þetta 4-3." Benni: "Ég ber mikla virðingu fyrir þessu Houston-liði, en ég held að Utah taki þetta 4-3 í oddaleik í Houston alveg eins og í fyrra." Friðrik: "Utah vinnur þetta einvígi 4-2. Jerry Sloan er búinn að koma upp góðum stöðugleika í liði Utah og liðið er til alls líklegt - þó það fari ekki alla leið." SAN ANTONIO - PHOENIXSvali: "Þetta er fáránlega áhugavert einvígi. Phoenix tók mikla áhættu með því að ná í Shaquille O´Neal og það hefur ekki skilað tilætluðum árangri. Shaq hefur talað digurbarkalega í vetur en það dugar ekki til. San Antonio vinnur þetta einvígi 4-1." Benni: "Verður maður ekki að spá einum óvæntum úrslitum. Shaq treður trú inn í lið Phoenix, sem mun loksins ná að stöðva Spurs. Phoenix vinnur 4-2."Friðrik: "San Antonio er með gríðarlega reynslu eftir þessa titla síðustu ár og vinnur þetta einvígi. Shaquille O´Neal getur sett strik í reikninginn ef hann verður ferskur - en meistararnir taka þetta 4-3." NEW ORLEANS - DALLAS Svali: "Dallas olli vonbrigðum í vetur og New Orleans liðið var "vinsælasta stúlkan" í vetur. Ég held að New Orleans hlaupi yfir Dallas og vinni 4-2."Benni: "Ég spái því að þetta verði árið sem lið númer 7 slá lið númer 2 út úr úrslitakeppninni um víða veröld. Segjum að Dallas nýti sér reynsluleysi New Orleans og vinni sannfærandi 4-1."Friðrik: "New Orleans heillar mig mjög mikið og Chris Paul er búinn að vera rosalegur í vetur. Það eina sem ég hef áhyggjur af er reynsluleysi þeirra. Ég vil sjá New Orleans áfram þarna, en ég held að Dallas taki þetta á reynslunni og vinni 4-3."
NBA Tengdar fréttir Úrslitakeppnin hefst á morgun Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. 18. apríl 2008 09:09 Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Sjá meira
Úrslitakeppnin hefst á morgun Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. 18. apríl 2008 09:09