„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“ Breki Logason skrifar 19. ágúst 2008 14:51 Benedikt Guðmundsson þjálfari KR. MYND/DANÍEL RÚNARSSON Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa." Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur. „Ég held að þeim hafi báðum langað að koma heim aftur. Þeir hafa verið lengi erlendis að þvælast á milli landa og aðlagast nýjum tungumálum og menningu, það var bara komin smá þreyta í þá," segir Benedikt sem býst við að þeir fari báðir aftur út eftir þetta tímabil. Benedikt þekkir vel til strákanna og þjálfaði þá í fjöldamörg ár hjá KR. Hann viðurkennir að þeir félagar séu sæmilegur liðsstyrkur fyrir félagið. „Ég er auðvitað bara í skýjunum mað að fá gamla spilara í félagið aftur. Þetta eru strákar sem þekkja félagið og hvernig ég vil spila. Ég þekki þá og veit hvað þeir geta." Býst við fleiri kvenmönnum á leiki KRJón Arnór Stefánsson á blaðamannafundinum í dag.MYND/STEFÁNBenedikt segir félagaskiptin hafa átt smá aðdraganda en nokkuð stutt er síðan Jón Arnór lét í ljós vilja sinn til þess að spila með KR. „Ég ætlaði ekki að trúa því fyrst þegar ég heyrði að Jón vildi koma til okkar. Síðan bjallaði hann sjálfur í mig en ég var ekki viss um að þetta væri sterkur leikur hjá honum," segir Benedikt sem ræddi málið betur við Jón daginn eftir.„Eftir það samtal held ég að þetta sé sterkur leikur hjá honum, hann er orðinn þreyttur og vill rækta vina- og fjölskyldutengsl sín betur. Hann ákvað því að taka eitt season með gamla sekknum."Jón Arnór hefur undanfarin ár spilað gríðarlega vel í sterkustu deildum Evrópu og var um tíma með samning við NBA liðið Dallas Mavericks.Benedikt vill þó ekki meina að KR-ingar verði ósigrandi í vetur. „Það eru fleiri góð lið sem hafa verið að bæta sig. Grindavík hefur verið að salla til sín leikmönnum og Keflavík eru náttúrulega meistarar. Snæfell mun heldur ekkert tefla fram einhverjum drengjaflokki svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert lið sterkara en veikasti hlekkurinn."Reikna má með því að íslenskir körfuknattleiksunnendur muni flykkjast á leiki með KR í vetur til þess að sjá þessar stjörnur.„Ég býst við 300-350 fleiri kvenmönnum á leiki hjá okkur í vetur. Það er vonandi að þær dragi kallana með sér svo við fáum fullan kofa."
Tengdar fréttir Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Njarðvík - Keflavík | Bætist sjötta liðið í titilslaginn? Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Sjá meira
Jón Arnór og Jakob með KR í vetur Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur 19. ágúst 2008 14:08