Segir Davíð Oddsson hafa hótað því að taka Kaupþing niður 8. nóvember 2008 12:24 Sigurður Einarsson Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Sigurður segist hafa fundið fyrir óvild Davíðs í garð Kaupþings frá árinu 1997 þegar fjárfestingarbanki atvinnulífsins var seldur. „Sú óvild hefur verið viðvarandi allar götur síðan," sagði Sigurður og bætti því við að mjög óþægilegt hefði verið að reka stærsta banka landsins og hafa það á tilfinningunni „að öllum brögðum sé beitt til þess að koma á manni höggi, og að sú ágjöf komi frá æðstu mönnum þjóðarinnar." Sigurður sagðist hafa ýmsilegt fyrir sér í því og sagði að Kaupþingsmönnum hefði alltaf fundist sérkennilegt að Davíð hefði verið skipaður seðlabankastjóri eftir það sem á undan var gengið. Nægir þar að nefna gjörninginn þegar Davíð tók út allt sparifé sitt úr Búnaðarbankanum, en þá var hann forsætisráðherra landsins. Björn Ingi sagðist síðan hafa heimildir fyrir því að Sigurði og Davíð hefði lent saman á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. „Úr því þú spyrð, þá get ég staðfest að það er rétt," sagði Sigurður og bætti við að samskipti seðlabankans og yfirstjórnar Kaupþings hefði snarminnkað við þetta. Sigurður sagði að hluti af rifrildinu hefði snúið að því að Kaupþing hafði á þessum tíma lagt inn umsókn um að fá að gera upp í evrum. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla," sagði Sigurður sem staðfesti að Davíð hefði m.a hótað því að „taka þá niður" eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn." Aðspurður hvort þetta hefði verið ástæða þess að þeir hefðu hætt við að sækja um að fá að gera upp í evrum sagði Sigurður það hafa mætt mikill andstöðu í Seðlabanknaum og sú andstaða hefði verið byggð á mjög misráðandi rökum. „Við vorum jafnframt kallaðir ítrekað á fund í fjármálaráðuneytinu. Við töldum síðan að það væri ekki við hæfi að við værum í átökum við Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Fjármálaráðherra sagði að hann vildi síður þurfa að úrskurða í þessu máli og því drógum við umsókina til baka." Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir að þeim Davíði Oddssyni hafi lent illilega saman á fundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington í fyrra. Davíð hafi meðal annars hótað Sigurði að taka bankann niður ef þeir hættu ekki við umsókn sína um að fá að gera upp í evrum. Hann segir samskipti Seðlabankans við yfirstjórn Kaupþings hafa snarminnkað eftir að Davíð varð seðlabankastjóri. Sigurður segist hafa fundið fyrir óvild Davíðs í garð Kaupþings frá árinu 1997 þegar fjárfestingarbanki atvinnulífsins var seldur. „Sú óvild hefur verið viðvarandi allar götur síðan," sagði Sigurður og bætti því við að mjög óþægilegt hefði verið að reka stærsta banka landsins og hafa það á tilfinningunni „að öllum brögðum sé beitt til þess að koma á manni höggi, og að sú ágjöf komi frá æðstu mönnum þjóðarinnar." Sigurður sagðist hafa ýmsilegt fyrir sér í því og sagði að Kaupþingsmönnum hefði alltaf fundist sérkennilegt að Davíð hefði verið skipaður seðlabankastjóri eftir það sem á undan var gengið. Nægir þar að nefna gjörninginn þegar Davíð tók út allt sparifé sitt úr Búnaðarbankanum, en þá var hann forsætisráðherra landsins. Björn Ingi sagðist síðan hafa heimildir fyrir því að Sigurði og Davíð hefði lent saman á fundi alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. „Úr því þú spyrð, þá get ég staðfest að það er rétt," sagði Sigurður og bætti við að samskipti seðlabankans og yfirstjórnar Kaupþings hefði snarminnkað við þetta. Sigurður sagði að hluti af rifrildinu hefði snúið að því að Kaupþing hafði á þessum tíma lagt inn umsókn um að fá að gera upp í evrum. „Ég hef nú ekki mikla löngun í að vitna í svona samtöl en hann lét mjög óþægileg orð falla," sagði Sigurður sem staðfesti að Davíð hefði m.a hótað því að „taka þá niður" eins og hann orðaði það. „Mér var auðvitað mjög brugðið og ræddi þetta við mína nánustu samstarfsmenn." Aðspurður hvort þetta hefði verið ástæða þess að þeir hefðu hætt við að sækja um að fá að gera upp í evrum sagði Sigurður það hafa mætt mikill andstöðu í Seðlabanknaum og sú andstaða hefði verið byggð á mjög misráðandi rökum. „Við vorum jafnframt kallaðir ítrekað á fund í fjármálaráðuneytinu. Við töldum síðan að það væri ekki við hæfi að við værum í átökum við Seðlabankann og fjármálaráðuneytið. Fjármálaráðherra sagði að hann vildi síður þurfa að úrskurða í þessu máli og því drógum við umsókina til baka."
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira