Lífið

Taka lagið fyrir hakk og spagettí

Fólk þarf ekki að svelta þó hart sé í ári. Á Prikinu má til dæmis fá magafylli af rjúkandi hakki og spaghetti - ef maður tekur lagið.

„Já, við erum vinir litla mannsins á Prikinu," segir Edward Hoblyn kokkur á staðnum. Hann segir rúmlega eitthvað á milli tíu og tólf manns hafa sungið fyrir spaghetti í dag, misfallega þó. Aðspurður hvort það sé ekki álag á starfsfólkið að hlusta á gólandi svanga gestina segir hann svo alls ekki vera. „Nei nei, það er bara ágætt að gera eitthvað skemmtilegt til að brjóta upp daginn."

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Prikið fæðir gesti fátæka gesti sína. „Það er frítt að borða síðasta fimmtudag hvers mánaðar, þegar enginn á pening," segir Edward, sem býður gestum þá upp á súpu og brauð, pizzu eða borgara.

Aðspurður hvort gestirnir þurfi ekki enn að greiða fyrir ölið, segir Edward svo vera, en það hafi staðið til síðasta fimmtudag að gefa frían bjór. „Það gæti orðið síðasta fimmtudag í apríl," segir Edward.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.