Handbolti

Omeyer framlengir við Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thierry Omeyer hefur oft reynst íslensku landsliðsmönnunum erfiður.
Thierry Omeyer hefur oft reynst íslensku landsliðsmönnunum erfiður. Nordic Photos / AFP

Franski landsliðsmarkvörðurinn Thierry Omeyer hefur framlengt samning sinn við Þýskalandsmeistara Kiel til loka tímabilsins 2013.

Þetta eru góðar fréttir fyrir Alfreð Gíslason, þjálfara Kiel, enda Omeyer án vara einn af allra bestu markvörðum heims - ef ekki sá besti.

Omeyer er 32 ára gamall og segist ánægður með ákvörðun sína. „Ég er stoltur af því að spila með Kiel. Það er ekki til betra félag eða borg í þeim tilgangi að spila handbolta. Þar sem fjölskyldu minni líður afar vel hér var ekki vafi í mínum huga að dvelja lengur hér í Kiel."

Omeyer kom til Kiel árið 2006 frá frönsku meisturunum í Montpellier. Síðan þá hefur Omeyer tvívegis orðið þýskur deildar- og bikarmeistari sem og Evrópumeistari einu sinni. Hann varð svo Ólympíumeistari með franska landsliðinu í sumar eins og Íslendingum ætti að vera fullkunnugt um.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×