Viðskipti innlent

Landsvirkjun segir arðsemi Kárahnjúkavirkjunar meiri en áður var talið

Friðrik Sophusson er forstjóri Landsvirkjunar.
Friðrik Sophusson er forstjóri Landsvirkjunar. Mynd/ Eyþór Árnason

Ný endurskoðun arðsemismats vegna Kárahnjúkavirkjunar leiðir í ljós að arðsemin er meiri en fyrri athuganir hafa sýnt. Meginskýringin er sú að tekjur reiknast hærri en gert var ráð fyrir og vegur þar þyngst hærra álverð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun, sem hefur uppfært arðsemismat vegna Kárahnjúkavirkjunar, sem stuðst var við þegar ákvörðun var tekin í árslok 2002.Matið tekur til samninga við Alcoa og byggingu virkjunarinnar. Fyrri endurskoðun á arðsemismatinu sem fram fór árið 2006 leiddi í ljós að heldur hafði dregið úr arðsemi verkefnisins þótt það stæðist áfram arðsemiskröfur eigenda Landsvirkjunar.

Samkvæmt Landsvirkjun eru helstu niðurstöður arðsemismatsins þessar:
  • Vænt arðsemi eiginfjár reiknast nú 13,4%, en upphaflegt mat gerði ráð fyrir 11,9% arðsemi.
  • Jákvætt núvirði framkvæmdarinnar umfram arðsemiskröfur eigenda er samkvæmt matinu 15,5 milljarðar króna, þetta er 8,9 milljarða hækkun frá upphaflegri áætlun.
  • Árlegur hagnaður fyrir skatta af Kárahnjúkavirkjun er áætlaður að meðaltali 4.220 m.kr. á verðlagi ársins 2008.

Við arðsemismatið er notuð sama aðferðafræði og áður þar sem lagt er mat á núvirt fjárstreymi frá verkefninu. Stuðst er við nýrri og nákvæmari upplýsingar um forsendur matsins.

Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
1,19
5
173.850
VIS
0,95
3
134.545
REGINN
0,94
11
30.161
ICEAIR
0,85
9
5.813
FESTI
0,71
6
190.127

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-0,51
3
15.456
MAREL
0
8
176.692
HAGA
0
1
29.040
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.