Báðu ekki um ný lög 17. apríl 2008 00:01 Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra hefur lagt fram lagafrumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að fjórðungi af hreinni eign sinni, í allt að ár og taka við verðbréfum sem tryggingu. MYND/GVA Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða kannast ekki við að lífeyrissjóðir hafi beðið um lögin. „Frumkvæði að þessari lagasetningu er ekki frá okkur komið,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að 25 prósentum af hreinni eign sinni, í allt að ár í senn. Lánin þarf að tryggja og mega sjóðirnir taka við verðbréfum sem verslað er með á markaði sem tryggingu. Þessi viðskipti þurfi ennfremur að fara í gegnum kauphöll eða viðurkennda verðbréfamiðlun. Hrein eign lífeyrissjóðanna er nú ríflega 1.600 milljarðar króna, samkvæmt tölum Seðlabankans. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, leggst gegn þessum ákvæðum frumvarpsins og segir þau bjóða heim möguleika á skortsölu á eigum lífeyrissjóðanna, það er að menn hagnist á því að eignir lífeyrissjóðanna rýrni. Frumvarpið er nú til umræðu í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Hrafn Magnússon segir að lífeyrissjóðirnir mæli almennt ekki á móti frumvarpinu, enda sé fleira í því en þetta, en menn þurfi að stíga varlega til jarðar. „Við þekkjum ekki hver reynslan er af viðlíka fyrirkomulagi erlendis, en það má benda á að hægt er að fá nokkrar þóknunartekjur af svona lögðu.“ Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir fulltrúum launþega lítist illa á frumvarpið. „Frumvarpið er lagt fram án samráðs við þá sem eiga lífeyrissjóðina,“ segir Gylfi og bendir á að lífeyrismál séu hluti kjarasamninga. „Það væri eitt, sem liður í sérstökum aðgerðum. að heimila lán á eigum lífeyrissjóða með ríkisábyrgð, en það er allt annað mál að leyfa þetta með veði í eignum sem skráðar eru á markaði. Þetta er eign landsmanna og það er undarlegt að veita eigi heimild til þess að lána eitthvað sem aðrir eiga.“ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Frumvarp fjármálaráðherra um lífeyrissjóði fellur í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni, sem segir að með því verði eignir landsmanna í lífeyrissjóðum ofurseldar skortsölu. Framkvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða kannast ekki við að lífeyrissjóðir hafi beðið um lögin. „Frumkvæði að þessari lagasetningu er ekki frá okkur komið,“ segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem heimilar lífeyrissjóðum að lána allt að 25 prósentum af hreinni eign sinni, í allt að ár í senn. Lánin þarf að tryggja og mega sjóðirnir taka við verðbréfum sem verslað er með á markaði sem tryggingu. Þessi viðskipti þurfi ennfremur að fara í gegnum kauphöll eða viðurkennda verðbréfamiðlun. Hrein eign lífeyrissjóðanna er nú ríflega 1.600 milljarðar króna, samkvæmt tölum Seðlabankans. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, leggst gegn þessum ákvæðum frumvarpsins og segir þau bjóða heim möguleika á skortsölu á eigum lífeyrissjóðanna, það er að menn hagnist á því að eignir lífeyrissjóðanna rýrni. Frumvarpið er nú til umræðu í efnahags- og skattanefnd Alþingis. Hrafn Magnússon segir að lífeyrissjóðirnir mæli almennt ekki á móti frumvarpinu, enda sé fleira í því en þetta, en menn þurfi að stíga varlega til jarðar. „Við þekkjum ekki hver reynslan er af viðlíka fyrirkomulagi erlendis, en það má benda á að hægt er að fá nokkrar þóknunartekjur af svona lögðu.“ Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir fulltrúum launþega lítist illa á frumvarpið. „Frumvarpið er lagt fram án samráðs við þá sem eiga lífeyrissjóðina,“ segir Gylfi og bendir á að lífeyrismál séu hluti kjarasamninga. „Það væri eitt, sem liður í sérstökum aðgerðum. að heimila lán á eigum lífeyrissjóða með ríkisábyrgð, en það er allt annað mál að leyfa þetta með veði í eignum sem skráðar eru á markaði. Þetta er eign landsmanna og það er undarlegt að veita eigi heimild til þess að lána eitthvað sem aðrir eiga.“ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira