Byrjum á réttum enda 28. mars 2008 05:30 Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn svokallaði, hefur verið Íslendingum afar mikilvægur. Segja má að með samningnum hafi mörgum þeim framfaramálum, sem verulegur pólitískur ágreiningur hafði verið um svo árum skipti, verið komið í höfn. Sem dæmi má nefna grundvallarbreytingar á umhverfi íslensks viðskiptalífs í átt til frjálsræðis, m.a. með löggjöf um verðbréfaviðskipti og kauphallarstarfsemi, alls konar áherslur á sviði neytendaverndar og fleiri atriði má telja. Við Íslendingar vorum sannarlega á leið í átt að frjálsari viðskiptaháttum, en vafalaust hefur gerð samningsins hraðað öllu regluverki verulega. Ekki má gleyma því að grunnurinn að tilurð Evrópska efnahagssvæðisins var EFTA-samningurinn sem hafði á sínum tíma mikla þýðingu fyrir þjóðina. Kannski er það rétt, sem sumir hafa haldið fram, að Ísland hefði átt að fylgja Danmörku inn í ESB í upphafi 8. áratugarins. Sennilega munu Danir ávallt njóta þess í völdum innan ESB að hafa verið snemma á ferðinni.Skart fram gengiðMeirihluti þeirra þjóða sem átti aðild að EES-samningnum í upphafi, gekk fljótlega í ESB og sennilega hafa samningaviðræðurnar við ESB um samninginn valdið því hve flestum gekk greiðlega að fá aðild að ESB samþykkta í heimalöndunum, þótt Noregur sé undantekning þar frá. Í mínum huga er alveg nauðsynlegt að huga vel að fortíðinni og þeim aðstæðum og umræðum sem uppi voru í þjóðfélaginu þegar EES-samningurinn var lögfestur, þegar við núna ræðum hugsanlega aðild Íslands að ESB. Við skulum flýta okkur hægt, vinna heimavinnuna þannig að ef við teljum rétt að ganga í ESB sé undirbúningurinn klár. Í þessu efni eru nokkur grundvallaratriði fyrir hendi sem ekki verður horft framhjá.Við gerð EES-samningsins átti að ganga frá ákvæðum stjórnarskrárinnar, t.d. hefði verið rétt að semja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur við vissar aðstæður, m.a. þegar kemur að valdaframsali í þá veru sem EES-samningurinn hefur í för með sér. Í mínum huga var gengið skart fram við gerð EES-samningsins og vel má vera að það hafi verið nauðsynlegt á þeim tíma. Hins vegar er staðreyndin sú, að áhrif samningsins inn í íslenska löggjöf hafa verið meiri en þorri manna gerði sér grein fyrir.StjórnarskárbreytingarÍslendingar eiga ekki að sækja um aðild að ESB fyrr en fram hafa farið nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Mikið hefur verið sagt og skrifað um ESB og í raun engin ástæða til að setja af stað enn eina nefndina um atriði sem þegar liggja fyrir, eins og t.d. kosti og galla sambandsaðildar. Á endanum er um að ræða ákvörðun sem íslenska þjóðin á að taka út frá hagsmunum landsins til lengri tíma. Hins vegar hefur skort á frekari umræðu um þau undirbúningsskref sem þarf að taka ÁÐUR en hægt er að taka afstöðu til kosta og galla ESB-aðildar.Það kann vel að vera að innleiðing löggjafar Evrópusambandsins yrði með vandaðri hætti með aðild en ekki, þótt það sé alls ekki útilokað að nýta samninginn um EES betur, sérstaklega hvað eftirfylgni Alþingis varðar. Þegar horft er til hagsmuna Íslands skal á það minnt að Ísland hefur alla tíð notið þess að vera lítið land. Við höfum náð góðum samningum við stórveldi beggja vegna Atlantsála og þeir fríverslunarsamningar sem við höfum náð, við þjóðir hvaðanæva hafa reynst heilladrjúgir. Við verðum að horfa til þess hvort hægt sé að halda sjálfstæði okkar að þessu leyti frekar en að rogast með öllum þeim þjóðum sem eru í ESB.Íslenska krónan er lítill gjaldmiðill og veikleikar lítillar myntar koma hvað skýrast í ljós þegar þrengir að á alþjóðavísu. Hættan er alltaf sú að hægt sé að spila á smáan gjaldmiðil og fyrir fyrirtæki í alþjóðarekstri getur hún reynst fyrirstaða. En það er afar óskynsamlegt að kasta krónunni þegar harðnar á dalnum og leita að fljótlegustu lausninni sem í huga margra er upptaka evru. Það getur vel verið að við munum sjá hag í því að taka upp evru en það verður að vera um leið og horft er á inngöngu í Evrópusambandið með öllu sem því fylgir. Slíka ákvörðun verða menn að taka þegar jafnvægi er komið á þjóðarbúskapinn.TímaspursmálAðild að ESB tekur langan tíma. Það er ágætt að nota komandi misseri til að fara í gegnum þá þætti sem þarf þannig að ef ástæða þykir til að skoða aðild að ESB strandi það ekki á skorti á undirbúningi heima fyrir. Það dettur engum í hug að útiloka aðild að sambandinu til langs tíma og satt að segja held ég að það sé frekar tímaspursmál en hitt hvenær við stöndum frammi fyrir þessari ákvörðun.En ef umræðan um Ísland og Evrópusambandið á að vera á skynsamlegum nótum, verður að byrja á réttum enda og þar skiptir undirbúningur hér heima fyrir, og þá ekki síst ákvæði stjórnarskrárinnar, miklu máli.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið, EES-samningurinn svokallaði, hefur verið Íslendingum afar mikilvægur. Segja má að með samningnum hafi mörgum þeim framfaramálum, sem verulegur pólitískur ágreiningur hafði verið um svo árum skipti, verið komið í höfn. Sem dæmi má nefna grundvallarbreytingar á umhverfi íslensks viðskiptalífs í átt til frjálsræðis, m.a. með löggjöf um verðbréfaviðskipti og kauphallarstarfsemi, alls konar áherslur á sviði neytendaverndar og fleiri atriði má telja. Við Íslendingar vorum sannarlega á leið í átt að frjálsari viðskiptaháttum, en vafalaust hefur gerð samningsins hraðað öllu regluverki verulega. Ekki má gleyma því að grunnurinn að tilurð Evrópska efnahagssvæðisins var EFTA-samningurinn sem hafði á sínum tíma mikla þýðingu fyrir þjóðina. Kannski er það rétt, sem sumir hafa haldið fram, að Ísland hefði átt að fylgja Danmörku inn í ESB í upphafi 8. áratugarins. Sennilega munu Danir ávallt njóta þess í völdum innan ESB að hafa verið snemma á ferðinni.Skart fram gengiðMeirihluti þeirra þjóða sem átti aðild að EES-samningnum í upphafi, gekk fljótlega í ESB og sennilega hafa samningaviðræðurnar við ESB um samninginn valdið því hve flestum gekk greiðlega að fá aðild að ESB samþykkta í heimalöndunum, þótt Noregur sé undantekning þar frá. Í mínum huga er alveg nauðsynlegt að huga vel að fortíðinni og þeim aðstæðum og umræðum sem uppi voru í þjóðfélaginu þegar EES-samningurinn var lögfestur, þegar við núna ræðum hugsanlega aðild Íslands að ESB. Við skulum flýta okkur hægt, vinna heimavinnuna þannig að ef við teljum rétt að ganga í ESB sé undirbúningurinn klár. Í þessu efni eru nokkur grundvallaratriði fyrir hendi sem ekki verður horft framhjá.Við gerð EES-samningsins átti að ganga frá ákvæðum stjórnarskrárinnar, t.d. hefði verið rétt að semja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur við vissar aðstæður, m.a. þegar kemur að valdaframsali í þá veru sem EES-samningurinn hefur í för með sér. Í mínum huga var gengið skart fram við gerð EES-samningsins og vel má vera að það hafi verið nauðsynlegt á þeim tíma. Hins vegar er staðreyndin sú, að áhrif samningsins inn í íslenska löggjöf hafa verið meiri en þorri manna gerði sér grein fyrir.StjórnarskárbreytingarÍslendingar eiga ekki að sækja um aðild að ESB fyrr en fram hafa farið nauðsynlegar breytingar á stjórnarskránni. Mikið hefur verið sagt og skrifað um ESB og í raun engin ástæða til að setja af stað enn eina nefndina um atriði sem þegar liggja fyrir, eins og t.d. kosti og galla sambandsaðildar. Á endanum er um að ræða ákvörðun sem íslenska þjóðin á að taka út frá hagsmunum landsins til lengri tíma. Hins vegar hefur skort á frekari umræðu um þau undirbúningsskref sem þarf að taka ÁÐUR en hægt er að taka afstöðu til kosta og galla ESB-aðildar.Það kann vel að vera að innleiðing löggjafar Evrópusambandsins yrði með vandaðri hætti með aðild en ekki, þótt það sé alls ekki útilokað að nýta samninginn um EES betur, sérstaklega hvað eftirfylgni Alþingis varðar. Þegar horft er til hagsmuna Íslands skal á það minnt að Ísland hefur alla tíð notið þess að vera lítið land. Við höfum náð góðum samningum við stórveldi beggja vegna Atlantsála og þeir fríverslunarsamningar sem við höfum náð, við þjóðir hvaðanæva hafa reynst heilladrjúgir. Við verðum að horfa til þess hvort hægt sé að halda sjálfstæði okkar að þessu leyti frekar en að rogast með öllum þeim þjóðum sem eru í ESB.Íslenska krónan er lítill gjaldmiðill og veikleikar lítillar myntar koma hvað skýrast í ljós þegar þrengir að á alþjóðavísu. Hættan er alltaf sú að hægt sé að spila á smáan gjaldmiðil og fyrir fyrirtæki í alþjóðarekstri getur hún reynst fyrirstaða. En það er afar óskynsamlegt að kasta krónunni þegar harðnar á dalnum og leita að fljótlegustu lausninni sem í huga margra er upptaka evru. Það getur vel verið að við munum sjá hag í því að taka upp evru en það verður að vera um leið og horft er á inngöngu í Evrópusambandið með öllu sem því fylgir. Slíka ákvörðun verða menn að taka þegar jafnvægi er komið á þjóðarbúskapinn.TímaspursmálAðild að ESB tekur langan tíma. Það er ágætt að nota komandi misseri til að fara í gegnum þá þætti sem þarf þannig að ef ástæða þykir til að skoða aðild að ESB strandi það ekki á skorti á undirbúningi heima fyrir. Það dettur engum í hug að útiloka aðild að sambandinu til langs tíma og satt að segja held ég að það sé frekar tímaspursmál en hitt hvenær við stöndum frammi fyrir þessari ákvörðun.En ef umræðan um Ísland og Evrópusambandið á að vera á skynsamlegum nótum, verður að byrja á réttum enda og þar skiptir undirbúningur hér heima fyrir, og þá ekki síst ákvæði stjórnarskrárinnar, miklu máli.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar