Innlent

Securitas gætir Fjármálaeftirlitsins

Hlutverk Fjármálaeftirlitsins hefur breyst til muna og völd þess aukist í ljósi nýsamþykktra laga.

Mikið mæðir á starfsmönnum stofnunarinnar og hafa fundahöld staðið yfir nótt og dag. Engin viðtöl eru veitt og er fréttastofu tjáð að menn séu bara að vinna vinnuna sína. Fjöldi fólks hefur komið í Fjármálaeftirlitið síðustu daga, en af þeim sökum var tekin ákvörðun um að herða öryggiseftirlitið og sitja verðir frá Securitas niðri í anddyri. Þeir hleypa engum upp á skrifstofur stofnunarinnar sem ekki eiga þangað erindi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×