Í Kína eða á Íslandi? Valgeir Helgi Bergþóruson skrifar 17. janúar 2008 00:01 Íslendingar hafa getað hrósað sér af hversu sterkur eignarréttur einstaklingsins er hér á landi. Það fyllir okkur óhug að frétta af því að í hinu kommúníska Kína sé fólk flutt unnvörpum af jörðum sínum samkvæmt fyrirskipunum ríkisins. Milljónir manna eru fluttar af heimilum sínum til þess eins að ríkið geti grætt peninga. Við heyrum um fornminjar sem sökkt er í sæ og um menningarlega mikilvæga staði sem hverfa eins og dögg fyrir sólu í þágu stundarhagsmuna. Í Kína má fólk ekki halda að það eigi jörð sem forfeður þess hafa ræktað og byggt með blóði, svita og tárum. Harðstjórnin, undir fölskum formerkjum framfara, sviptir fólkið rétti sínum til að geta kallað eitthvað sitt eigið. Það hljómar óraunverulegt að stjórnvöld skuli bera svo litla virðingu fyrir eigum þegna sinna. Við höfum hugsað með okkur að þetta gæti aldrei gerst á okkar fallega, frjálsa landi. En hvað gerist nú? Þegar umræðan um Kárahnjúkavirkjun fór af stað í þjóðfélaginu voru helstu rök stuðningsmanna virkjunarinnar að enginn heimsótti svæðið nema í leit að kindum. En nú hafa þessir sömu stuðningsmenn virkjana vent kvæði sínu í kross, sér í lagi vegna mikillar mótstöðu við fyrri röksemdafærslu, og segja nú að við Neðri-Þjórsá sé ekki hin óspillta náttúrufegurð sem var á Kárahnjúkum. Nú er framtak þeirra einskis metið sem skapað hafa fegurð sem er merkileg fyrir þær sakir að þar fær náttúran að lifa í sátt við mannfólkið. Þar hafa íbúar þá atvinnu að sýna ferðamönnum, innlendum og erlendum, fegurðina sem býr á þessu merka svæði þar sem enn eru að uppgötvast fornminjar. Við þurfum ekki að leita langt að óréttlæti líkt og því sem viðgengst í Kína því að ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hefur búið til ímynd sem það kallar „hag fyrir alla af vatnsaflsvirkjun“. Virkjunin á að vera atvinnuskapandi þegar ekkert atvinnuleysi er til staðar og auka hagvöxt í landi þar sem er nú þegar þensla. Sem betur fer getur iðnaðarráðherra stoppað þessar hörmungar í landi hinna frjálsu. Hann getur komið í veg fyrir að eignarnám verði gert á jörðum og valið að taka sér ekki það vald í hendur að segja fólki hvar það má og má ekki búa. Nú hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lýst opinberlega yfir efasemdum sínum um virkjunaráformin í Þjórsá. Það sama hefur Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra og þingmaður Sunnlendinga, gert. Bent hefur verið á að ef vilji þeirra sem kjósa að virkja fær að ráða, verður um þjóðnýtingu á landi í byggð að ræða. Því skora Ungir jafnaðarmenn á Landsvirkjun að falla frá þessum kommúnísku þjóðnýtingaráformum og ef það skyldi bregðast þá treystum við því að Össur Skarphéðinsson segi nei við eignaupptöku á landi á Þjórsárbökkum. Ekkert rugl – við höfnum virkjunum í Neðri-Þjórsá. Höfundur situr í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa getað hrósað sér af hversu sterkur eignarréttur einstaklingsins er hér á landi. Það fyllir okkur óhug að frétta af því að í hinu kommúníska Kína sé fólk flutt unnvörpum af jörðum sínum samkvæmt fyrirskipunum ríkisins. Milljónir manna eru fluttar af heimilum sínum til þess eins að ríkið geti grætt peninga. Við heyrum um fornminjar sem sökkt er í sæ og um menningarlega mikilvæga staði sem hverfa eins og dögg fyrir sólu í þágu stundarhagsmuna. Í Kína má fólk ekki halda að það eigi jörð sem forfeður þess hafa ræktað og byggt með blóði, svita og tárum. Harðstjórnin, undir fölskum formerkjum framfara, sviptir fólkið rétti sínum til að geta kallað eitthvað sitt eigið. Það hljómar óraunverulegt að stjórnvöld skuli bera svo litla virðingu fyrir eigum þegna sinna. Við höfum hugsað með okkur að þetta gæti aldrei gerst á okkar fallega, frjálsa landi. En hvað gerist nú? Þegar umræðan um Kárahnjúkavirkjun fór af stað í þjóðfélaginu voru helstu rök stuðningsmanna virkjunarinnar að enginn heimsótti svæðið nema í leit að kindum. En nú hafa þessir sömu stuðningsmenn virkjana vent kvæði sínu í kross, sér í lagi vegna mikillar mótstöðu við fyrri röksemdafærslu, og segja nú að við Neðri-Þjórsá sé ekki hin óspillta náttúrufegurð sem var á Kárahnjúkum. Nú er framtak þeirra einskis metið sem skapað hafa fegurð sem er merkileg fyrir þær sakir að þar fær náttúran að lifa í sátt við mannfólkið. Þar hafa íbúar þá atvinnu að sýna ferðamönnum, innlendum og erlendum, fegurðina sem býr á þessu merka svæði þar sem enn eru að uppgötvast fornminjar. Við þurfum ekki að leita langt að óréttlæti líkt og því sem viðgengst í Kína því að ríkisfyrirtækið Landsvirkjun hefur búið til ímynd sem það kallar „hag fyrir alla af vatnsaflsvirkjun“. Virkjunin á að vera atvinnuskapandi þegar ekkert atvinnuleysi er til staðar og auka hagvöxt í landi þar sem er nú þegar þensla. Sem betur fer getur iðnaðarráðherra stoppað þessar hörmungar í landi hinna frjálsu. Hann getur komið í veg fyrir að eignarnám verði gert á jörðum og valið að taka sér ekki það vald í hendur að segja fólki hvar það má og má ekki búa. Nú hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra lýst opinberlega yfir efasemdum sínum um virkjunaráformin í Þjórsá. Það sama hefur Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra og þingmaður Sunnlendinga, gert. Bent hefur verið á að ef vilji þeirra sem kjósa að virkja fær að ráða, verður um þjóðnýtingu á landi í byggð að ræða. Því skora Ungir jafnaðarmenn á Landsvirkjun að falla frá þessum kommúnísku þjóðnýtingaráformum og ef það skyldi bregðast þá treystum við því að Össur Skarphéðinsson segi nei við eignaupptöku á landi á Þjórsárbökkum. Ekkert rugl – við höfnum virkjunum í Neðri-Þjórsá. Höfundur situr í framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar