Þróunin minnir á netbóluna 9. janúar 2008 00:01 Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. Eins og sjá má á gröfunum hafði gengi hlutabréfa hækkað mikið fram að aldamótum, ekki síst í tæknifyrirtækjum áður en hrikta tók í stoðunum á árabilinu 1999 til 2000. Þannig náði Dow Jones-vísitalan, sem samanstendur af bandarískum iðnaðar- og verslunarfyrirtækjum, sínu hæsta lokagildi, 11.326 stigum, í ágúst þetta sama ár. Hún dalaði hratt eftir það og hafði fallið um 35,7 prósent þegar botninum var náð í október rúmum þremur árum síðar. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af tæknifyrirtækjum, rauk hæst í rúm fimm þúsund stig á vormánuðum árið 2000 en féll svo hratt í djúpum stökkum næstu þrjú árin og hafði fallið um 78 prósent þegar yfir lauk. Vísitalan hefur ekki borið barr sitt síðan en lokagengi hennar fór hæst í 2.859 stig í enda október í fyrra. Vísitalan hefur fallið um rúm tólf prósent í óróleikanum nú frá hæsta gildi hennar fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í kjölfar þess að netbólan sprakk drógu neytendur að sér höndum með þeim afleiðingum að mjög dró úr einkaneyslu. „Þar upplifðu menn allt annað en mjúka lendingu," sagði dr. Pedro Videla, sem nefndur er hér til hliðar. Fjárfestar gerðust áhættufælnir í kjölfarið og færðu fjármuni sína yfir í aðrar og tryggari eignir líkt og nú. Hann bætti við að seðlabönkum helstu hagkerfa hefði tekist að snúa þróuninni við með samhentum aðgerðum sem fólust í því að keyra stýrivexti niður og koma hjólum hagkerfisins af stað á ný. Undir smásjánni Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Eins og kunnugt er sprakk netbólan með látum um aldamótin, bæði hér heima og erlendis. Margt keimlíkt er með uppsveiflunni á undan henni og góðærinu sem varað hefur á hlutabréfamarkaði síðastliðin þrjú ár. Eins og sjá má á gröfunum hafði gengi hlutabréfa hækkað mikið fram að aldamótum, ekki síst í tæknifyrirtækjum áður en hrikta tók í stoðunum á árabilinu 1999 til 2000. Þannig náði Dow Jones-vísitalan, sem samanstendur af bandarískum iðnaðar- og verslunarfyrirtækjum, sínu hæsta lokagildi, 11.326 stigum, í ágúst þetta sama ár. Hún dalaði hratt eftir það og hafði fallið um 35,7 prósent þegar botninum var náð í október rúmum þremur árum síðar. Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af tæknifyrirtækjum, rauk hæst í rúm fimm þúsund stig á vormánuðum árið 2000 en féll svo hratt í djúpum stökkum næstu þrjú árin og hafði fallið um 78 prósent þegar yfir lauk. Vísitalan hefur ekki borið barr sitt síðan en lokagengi hennar fór hæst í 2.859 stig í enda október í fyrra. Vísitalan hefur fallið um rúm tólf prósent í óróleikanum nú frá hæsta gildi hennar fyrir rúmum tveimur mánuðum. Í kjölfar þess að netbólan sprakk drógu neytendur að sér höndum með þeim afleiðingum að mjög dró úr einkaneyslu. „Þar upplifðu menn allt annað en mjúka lendingu," sagði dr. Pedro Videla, sem nefndur er hér til hliðar. Fjárfestar gerðust áhættufælnir í kjölfarið og færðu fjármuni sína yfir í aðrar og tryggari eignir líkt og nú. Hann bætti við að seðlabönkum helstu hagkerfa hefði tekist að snúa þróuninni við með samhentum aðgerðum sem fólust í því að keyra stýrivexti niður og koma hjólum hagkerfisins af stað á ný.
Undir smásjánni Mest lesið Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Fleiri fréttir Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent