Fótbolti

Stuart Pearce rekinn frá Man. City

NordicPhotos/GettyImages

Stuart Pearce hefur verið vikið úr starfi sem knattspyrnustjóri Manchester City eftir tvö ár í starfi. Hann stýrði liðinu í 14 sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem lauk um helgina.

Hinn 45 ára Pearce, sem er fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, náði einkar góðum árangri með Manchester City fyrri leiktíðina sem þjálfari og var um tíma nefndur sem mögulegur arftaki Sven-Goran Eriksson sem þjálfari enska landsliðsins. Síðan þá hefur hallað undan fæti hjá Manchester City og endaði það sem segir í 14 sæti ensku deildarinnar.

Á heimasíðu Manchester City þakkar stjórn liðsins Pearce fyrir starf sitt en gefur engar skýringar á uppsögninni né hver tekur við liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×