Handbolti

Valsstúlkur í úrslitaleikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Berglind Íris Hansdóttir reyndist ansi mikilvæg í marki Vals í Laugardalshöll í kvöld.
Berglind Íris Hansdóttir reyndist ansi mikilvæg í marki Vals í Laugardalshöll í kvöld.

Það verða Valur og Fram sem munu mætast í úrslitaleik deildarbikars kvenna á laugardaginn.

Valsstúlkur unnu Stjörnuna 30-25 í undanúrslitaleik sem var að ljúka í Laugardalshöllinni.

Staðan í hálfleik var 14-13 fyrir Val.

Ágústa Edda Björnsdóttir var markahæst Valsstúlkna með sex mörk og Dagný Skúladóttir skoraði fimm. Alina Petrache skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna.

Beglind Íris Hansdóttir varði oft á mikilvægum augnablikum fyrir Valsliðið en hún var með alls tuttugu skot varin.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×