Handbolti

Fram lagði Gróttu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Þórey Rósa Stefánsdóttir.
Þórey Rósa Stefánsdóttir. Mynd/Anton

Fram er komið í úrslitaleik deildarbikars kvenna í handbolta. Fram vann Gróttu í hörkuspennandi leik í Laugardalshöllinni 29-28 en sigurmarkið kom í blálok leiksins.

Það skoraði Stella Sigurðardóttir en hún var markahæst í Framliðinu með átta mörk. Hjá Gróttu skoraði Pavla Plaminkova ellefu mörk.

Úrslitaleikurinn verður í Laugardalshöll á laugardag en þar leikur Fram gegn Val eða Stjörnunni sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum nú klukkan 20:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×