Viðskipti erlent

NYSE þrefaldar hagnað sinn

Kauphöllin í New York (NYSE) hefur þrefaldað hagnað sinn á 3ja ársfjórðungi eftir að NYSE keypti Euronext í vor og myndaði þar með fyrstu kauphöllina sem starfar beggja megin Atlantshafsins.

NYSE Euronext segir að hreinn hagnaður á ársfjórðungnum hafi numið 258 milljónum dollara eða sem svar um 15 milljörðum kr. en þær námu 68 milljónum dollara á sama tíma í fyrra.

Veltan hjá NYSE jókst í 1,2 milljarða dollara í ár eða rúmlega 60 milljarða kr. m.v. 602 milljónir dollara fyrir ári síðan.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×