Viðskipti innlent

Baugur að taka yfir Debenhams?

Breskir fjármálasérfræðingar telja töluverðar líkur á því að Baugur Group muni gera yfirtökutilboð í Debenhams eftir áramótin. Baugur jók hlut sinn í verslunarkeðjunni um 1,5% í síðustu viku og á nú 12,5% af hlutaféinu. Timesonline greinir frá þessu í dag.

Þessar vangaveltur koma í kjölfar þessa að hlutir í Debenhams hafa fallið um 3,8% á síðustu dögum sökum lélegrar sumarsölu verslunnarkeðjunnar. Salan minnkaði um 5% á fyrri helmingi ársins en það var mun lélegri árangur en spáð hafði verið. Baugur getur ekki gert yfirtökutilboð í Debenhams fyrr en í janúar þar sem félagið gaf út yfirlýsingu í júlí s.l. um að slíkt stæði ekki til.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×