Körfubolti

Heimamenn á sigurbraut

Elvar Geir Magnússon skrifar
Pau Gasol var stigahæstur Spánverja.
Pau Gasol var stigahæstur Spánverja.

Spánverjar hafa unnið báða leiki sína á Evrópumótinu sem haldið er í þeirra heimalandi. Í kvöld unnu þeir Letta 93-77 þar sem Pau Gasol gerði sér lítið fyrir og skoraði 26 stig ásamt því að hann tók níu fráköst.

Spánverjar eru einir á toppi B-riðils en Króatía vann Portúgal 90-68.

Í D-riðli hafa Slóvenía og Frakkland unnið báða sína leiki. Tony Parker fór hamförum og skoraði 36 stig fyrir Frakka sem unnu Ítali 69-62. Slóvenía vann Pólland 70-52.

B-riðill

Spánn - Lettland 93-77

Króatía - Portúgal 90-68

D-riðill

Frakkland - Ítalía 69-62

Slóvenía - Pólland 70-52




Fleiri fréttir

Sjá meira


×